Innlent

Engin viðbrögð frá Árvakri

Ekki fengust viðbrögð frá aðalstjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, við fréttum af aðkomu ritstjóra blaðsins að Baugsmálinu þegar eftir því var leitað í gær. Halldór Þór Halldórsson, ritari stjórnarinnar, sagðist ekki hafa getað kynnt sér málið og vildi því ekki tjá sig um það að svo stöddu. Honum vitanlega hafði ekki verið boðað til stjórnarfundar vegna málsins. Stefán Pétur Eggertsson, formaður stjórnarinnar, var vant við látinn þegar leitað var eftir viðbrögðum hans. Kristinn Björnsson varaformaður var staddur erlendis og þar að auki undir stýri og gat því ekki rætt við blaðamann. Ekki náðist í Finn Geirsson meðstjórnanda, sem einnig mun vera í útlöndum, né Huldu Valtýsdóttur meðstjórnanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×