Innlent

Aðkoma Styrmis er áfall

"Það kemur ekki á óvart að Kjartan og Jón Steinar áttu hlut að máli, en það að Styrmir skuli hafa verið með í ráðum og stýrt atburðarásinni er áfall," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, um fréttir af aðkomu Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, að Baugsmálinu. Jón Ásgeir segist lengi hafa grunað að Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokkins, og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari væru með í ráðum og sagði að nýjustu fréttir smellpössuðu inn í atburðarásina. "Þetta rennur allt saman í stóra mósaíkmynd þar sem allir innviðir tengjast." Hann segir Sjálfstæðisflokkinn verða að gera hreint fyrir sínum dyrum. "Ég skora á flokkinn að upplýsa um aðra leynifundi og baktjaldamakk." Jón Ásgeir segist ekki búast við að leita til yfirvalda vegna málsins. "Við höfum ítrekað lent í því að öllum ábendingum um leka og vankanta í rannsókninni hefur verið vísað frá. Við virðumst ekki búa við það sama og aðrir um að geta leitað réttar okkar hjá yfirvöldum, sem er mjög sorglegt."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×