Sagt í gamansemi segir Styrmir 24. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir orðalag í tölvubréfi sínu til Jónínu Benediktsdóttur um að „fingraför Morgunblaðsins“ skuli þurrkuð út, hafa verið notað í gamansemi. Fréttablaðið greinir meðal annars frá því í dag að Jón Gerald Sullenberger hafi notið aðstoðar Morgunblaðsins við að þýða á ensku skjal í tengslum við kæru hans gegn Baugi. Þýðinguna vann blaðamaður á Morgunblaðinu og skjalið sendi Styrmir Jónínu, en í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem var að koma úr prentsmiðjunni, segist Styrmir hafa litið svo á að Jónína væri sérstakur fulltrúi Jóns Geralds hér á landi. Styrmir segir að sér hafi þótt þetta óþægilegt, enda ekki helsta verkefni Morgunblaðsins að veita slíka þjónustu, en hér hafi verið um að ræða einstakling með lítið fjárhagslegt bolmagn sem átti í deilum við eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi. Það sé dýrt að láta löggiltan skjalaþýðanda þýða texta. Styrmir segir svo að hann hafi ekki viljað að það kæmi fram hvaðan tölvupósturinn kæmi. Í lok greinar sinnar, þar sem hann skýrir í löngu máli aðkomu sína að Baugskærunni, segir ritstjóri Morgunblaðsins að sér hafi verið boðin gögn til birtingar sem augljóslega hafa verið þjófstolin. Í slíkum tilvikum hafi þeir, sem slíkt hafa boðið, umsvifalaust verið reknir á dyr. Styrmir Gunnarsson beinir orðum sínum augljóslega til Fréttablaðsins því að það byggir fréttir sínar á tölvusamskiptum einstaklinga sem áttu af efni þeirra að dæma ekki að fara lengra. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir orðalag í tölvubréfi sínu til Jónínu Benediktsdóttur um að „fingraför Morgunblaðsins“ skuli þurrkuð út, hafa verið notað í gamansemi. Fréttablaðið greinir meðal annars frá því í dag að Jón Gerald Sullenberger hafi notið aðstoðar Morgunblaðsins við að þýða á ensku skjal í tengslum við kæru hans gegn Baugi. Þýðinguna vann blaðamaður á Morgunblaðinu og skjalið sendi Styrmir Jónínu, en í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem var að koma úr prentsmiðjunni, segist Styrmir hafa litið svo á að Jónína væri sérstakur fulltrúi Jóns Geralds hér á landi. Styrmir segir að sér hafi þótt þetta óþægilegt, enda ekki helsta verkefni Morgunblaðsins að veita slíka þjónustu, en hér hafi verið um að ræða einstakling með lítið fjárhagslegt bolmagn sem átti í deilum við eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi. Það sé dýrt að láta löggiltan skjalaþýðanda þýða texta. Styrmir segir svo að hann hafi ekki viljað að það kæmi fram hvaðan tölvupósturinn kæmi. Í lok greinar sinnar, þar sem hann skýrir í löngu máli aðkomu sína að Baugskærunni, segir ritstjóri Morgunblaðsins að sér hafi verið boðin gögn til birtingar sem augljóslega hafa verið þjófstolin. Í slíkum tilvikum hafi þeir, sem slíkt hafa boðið, umsvifalaust verið reknir á dyr. Styrmir Gunnarsson beinir orðum sínum augljóslega til Fréttablaðsins því að það byggir fréttir sínar á tölvusamskiptum einstaklinga sem áttu af efni þeirra að dæma ekki að fara lengra.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira