Ræddi aðeins hæfni Jóns Steinars 24. september 2005 00:01 Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, um hæfi og hæfni Jóns Steinars Gunnlaugssonar til þess að taka að sér mál Jón Geralds Sullenbergers, en ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs og Jóns Geralds. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér nú í morgun. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Í frétt Fréttablaðsins í dag kemur fram að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi um mánaðamótin júni/júli 2002 rætt við mig um ágreiningsefni milli Baugs hf. og eins af viðskiptafélögum fyrirtækisins. Af minni hálfu eru atvik þessa máls eftirfarandi.Við Styrmir Gunnarsson ritstjóri erum nátengdir persónulegum fjölskylduböndum og höfum þekkst vel og átt mikil persónuleg samskipti alla ævi. Við höfum leitað ráða og umsagna hvor hjá öðrum um áratuga skeið, jafnt um einkamál sem margt annað. Þetta hefur aldrei verið neitt leyndarmál og verið á vitorði allra sem okkur þekkja.Um mánaðamótin júní/júlí 2002 bað Styrmir mig álits á því hvort málarekstur fyrir mann, sem verið hafði í viðskiptum með og við Baug hf. en ætti nú í alvarlegum ágreiningi við fyrirtækið vegna krafna á hendur því, væri ekki í höndum vandaðs og heiðarlegs lögmanns ef Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. tæki að sér mál mannsins. Ég gaf Styrmi það sama svar og ég hef gefið mörgum sem í gegnum árin hafa spurt um svipaða hluti, að vandaðri og heiðarlegri lögmaður en Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. væri vandfundinn, eins og ráða mætti af lögmannsferli hans.Þetta sjónarmið ítrekaði ég aðspurður við Styrmi að Jóni Steinari viðstöddum um svipað leyti.Samtal okkar snerist ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs hf. og fyrrverandi viðskiptafélaga fyrirtækisins heldur eingöngu og alfarið um hæfi og hæfni lögmanns til þess að taka að sér mál sem varðaði grundvallarhagsmuni manns sem harkalega var sótt að og ég hef hvorki þá né síðar hitt eða átt nein samskipti við.Fleira hef ég ekki að segja að sinni um uppslátt Fréttablaðsins á efni augljósra einkagagna annarra manna.Kjartan Gunnarsson. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, um hæfi og hæfni Jóns Steinars Gunnlaugssonar til þess að taka að sér mál Jón Geralds Sullenbergers, en ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs og Jóns Geralds. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér nú í morgun. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Í frétt Fréttablaðsins í dag kemur fram að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi um mánaðamótin júni/júli 2002 rætt við mig um ágreiningsefni milli Baugs hf. og eins af viðskiptafélögum fyrirtækisins. Af minni hálfu eru atvik þessa máls eftirfarandi.Við Styrmir Gunnarsson ritstjóri erum nátengdir persónulegum fjölskylduböndum og höfum þekkst vel og átt mikil persónuleg samskipti alla ævi. Við höfum leitað ráða og umsagna hvor hjá öðrum um áratuga skeið, jafnt um einkamál sem margt annað. Þetta hefur aldrei verið neitt leyndarmál og verið á vitorði allra sem okkur þekkja.Um mánaðamótin júní/júlí 2002 bað Styrmir mig álits á því hvort málarekstur fyrir mann, sem verið hafði í viðskiptum með og við Baug hf. en ætti nú í alvarlegum ágreiningi við fyrirtækið vegna krafna á hendur því, væri ekki í höndum vandaðs og heiðarlegs lögmanns ef Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. tæki að sér mál mannsins. Ég gaf Styrmi það sama svar og ég hef gefið mörgum sem í gegnum árin hafa spurt um svipaða hluti, að vandaðri og heiðarlegri lögmaður en Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. væri vandfundinn, eins og ráða mætti af lögmannsferli hans.Þetta sjónarmið ítrekaði ég aðspurður við Styrmi að Jóni Steinari viðstöddum um svipað leyti.Samtal okkar snerist ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs hf. og fyrrverandi viðskiptafélaga fyrirtækisins heldur eingöngu og alfarið um hæfi og hæfni lögmanns til þess að taka að sér mál sem varðaði grundvallarhagsmuni manns sem harkalega var sótt að og ég hef hvorki þá né síðar hitt eða átt nein samskipti við.Fleira hef ég ekki að segja að sinni um uppslátt Fréttablaðsins á efni augljósra einkagagna annarra manna.Kjartan Gunnarsson.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira