Breyta þarf nauðgunarskilgreiningu 23. september 2005 00:01 Breyta þarf skilgreiningu á nauðgun í íslenskum lögum í takt við alþjóðlega þróun, að mati Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns. Hún telur að það leiddi til þess að frekar yrði hægt að ákæra í kynferðisbrotamálum. Í gær féll Hæstaréttardómur í einkamáli sem kona höfðaði í kjölfar þess að þrír menn nauðguðu henni. Þessir þrír menn voru þar dæmdir til nokkur hundruð þúsund króna fjársektar hver fyrir hópnauðgun. Áður hafði Ríkissaksóknari fellt niður saksókn á hendur mönnunum. Þá var beðið um að sú afstaða yrði endurskoðuð, án árangus. Farið var fram á endurupptöku málsins, án árangurs, og leitað var til dómsmálaráðherra, án árangurs. Fallið var frá ákærunni vegna klúðurs við rannsókn málsins en lögregla tók ekki skýrslur af tveimur sakborninganna fyrr en sex til sjö dögum eftir að upplýst var hverjir ættu hlut að máli. Vegna þessa stefndi konan ríkinu, án árangurs. Sif Konráðsdóttir segir málið og atburðarrásina. minna á tveggja ára gamlan dóm Mannréttindadómstólsins í Strassburg þar sem 15 ára búlgörsk gömul stúlka, sem var nauðgað af tveimur mönnum, kærði búlgarska ríkið vegna tregðu til að ákæra mennina. Niðurstaðan var stúlkunni í hag. Í dómnum er minnt á að samkvæmt mannréttindaákvæðum er ríkið skyldugt til að vernda borgarana og er gert að standa sig í stykkinu. Að mati Mannréttindadómstólsins lagði búlgarski saksóknarinn of mikla áheyrslu á það hvort líkamlegu afli hefði verið beitt og hvort stúlkan hefði veitt mótspyrnu, þegar ákveðið var að ákæra ekki í málinu. Sif segir að þegar hún hafi lesið þennan dóm á sínum tíma hafi það slegið sig að lýsingin á lögreglurannsókninni og ferlinu hjá hinum búlgarska saksóknara hafi alveg getað átt við á Íslandi. Áhersla búlgarska ríkisins á það hvort líkamlegu ofbeldi hafi verið beitt, og hvort þolandinn hafi veitt mótspyrnu, virðist ekki vera ólík því sem viðgengst hér á landi. Í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins er tiltekið að alþjóðlegur refsiréttur hafi þróast úr því að í hugtakinu nauðgun felist líkamleg mótspyrna þolandans yfir í það að samþykki þolandans skorti. Við málsmeðferð í héraðsdómi í máli íslensku konunnar kom fram að hugsunin hjá henni hefði verið sú að streitast ekki á móti. Hún hafi verið dofin og hrædd og hugsað um það að halda lífi. Líklegt má telja að slík viðbrögð í jafnskelfilegum aðstæðum séu ekkert einsdæmi. Sif segir að dómur Mannréttindadómstólsins fari yfir alþjóðlega þróun á þessu sviði og tiltaki að lönd eins og Írland og Belgía hafi breytt sínum refsiákvæðum varðandi nauðgun, úr því að setja skilyrði við líkamlega mótspyrnu yfir í áhersluna á skort á samþykki. Skoða þarf hvort ekki sé rétt að gera þetta einnig hér á landi að sögn Sifjar. „Ég held að þetta sé hluti af vandamálinu af hverju við getum ekki ákært í svona málum,“ segir Sif. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Breyta þarf skilgreiningu á nauðgun í íslenskum lögum í takt við alþjóðlega þróun, að mati Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns. Hún telur að það leiddi til þess að frekar yrði hægt að ákæra í kynferðisbrotamálum. Í gær féll Hæstaréttardómur í einkamáli sem kona höfðaði í kjölfar þess að þrír menn nauðguðu henni. Þessir þrír menn voru þar dæmdir til nokkur hundruð þúsund króna fjársektar hver fyrir hópnauðgun. Áður hafði Ríkissaksóknari fellt niður saksókn á hendur mönnunum. Þá var beðið um að sú afstaða yrði endurskoðuð, án árangus. Farið var fram á endurupptöku málsins, án árangurs, og leitað var til dómsmálaráðherra, án árangurs. Fallið var frá ákærunni vegna klúðurs við rannsókn málsins en lögregla tók ekki skýrslur af tveimur sakborninganna fyrr en sex til sjö dögum eftir að upplýst var hverjir ættu hlut að máli. Vegna þessa stefndi konan ríkinu, án árangurs. Sif Konráðsdóttir segir málið og atburðarrásina. minna á tveggja ára gamlan dóm Mannréttindadómstólsins í Strassburg þar sem 15 ára búlgörsk gömul stúlka, sem var nauðgað af tveimur mönnum, kærði búlgarska ríkið vegna tregðu til að ákæra mennina. Niðurstaðan var stúlkunni í hag. Í dómnum er minnt á að samkvæmt mannréttindaákvæðum er ríkið skyldugt til að vernda borgarana og er gert að standa sig í stykkinu. Að mati Mannréttindadómstólsins lagði búlgarski saksóknarinn of mikla áheyrslu á það hvort líkamlegu afli hefði verið beitt og hvort stúlkan hefði veitt mótspyrnu, þegar ákveðið var að ákæra ekki í málinu. Sif segir að þegar hún hafi lesið þennan dóm á sínum tíma hafi það slegið sig að lýsingin á lögreglurannsókninni og ferlinu hjá hinum búlgarska saksóknara hafi alveg getað átt við á Íslandi. Áhersla búlgarska ríkisins á það hvort líkamlegu ofbeldi hafi verið beitt, og hvort þolandinn hafi veitt mótspyrnu, virðist ekki vera ólík því sem viðgengst hér á landi. Í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins er tiltekið að alþjóðlegur refsiréttur hafi þróast úr því að í hugtakinu nauðgun felist líkamleg mótspyrna þolandans yfir í það að samþykki þolandans skorti. Við málsmeðferð í héraðsdómi í máli íslensku konunnar kom fram að hugsunin hjá henni hefði verið sú að streitast ekki á móti. Hún hafi verið dofin og hrædd og hugsað um það að halda lífi. Líklegt má telja að slík viðbrögð í jafnskelfilegum aðstæðum séu ekkert einsdæmi. Sif segir að dómur Mannréttindadómstólsins fari yfir alþjóðlega þróun á þessu sviði og tiltaki að lönd eins og Írland og Belgía hafi breytt sínum refsiákvæðum varðandi nauðgun, úr því að setja skilyrði við líkamlega mótspyrnu yfir í áhersluna á skort á samþykki. Skoða þarf hvort ekki sé rétt að gera þetta einnig hér á landi að sögn Sifjar. „Ég held að þetta sé hluti af vandamálinu af hverju við getum ekki ákært í svona málum,“ segir Sif.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira