Innlent

Júlíus Vífill styður Vilhjálm

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, sem gefur nú kost á sér í annað sætið á lista Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, segist styðja Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem borgarstjóraefni flokksins. Þetta kom fram í þættinum Ísland í bítið í morgun. Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem einnig sækist eftir öðru sætinu og var í þættinum, vildi hins vegar ekki gera upp á milli Vilhjálms og Gísla Marteins Baldurssonar sem borgarstjóraefnis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×