Innlent

Bóluefni gegn lifrarbólgu B búið

Hjörleifur segir að bóluefnið hefði fyrst klárast hjá fyrirtækinu í júlí. Það hefði ekki varað lengi, því sending hefði komið fljótlega til landsins. Á þriðjudaginn síðasta hefði bóluefnið svo klárast aftur. Það þyrfti að fara í gegnum sérstakt gæðaeftirlit áður en farið yrði að dreifa því og það stæði einmitt yfir nú. Ráð sé gert fyrir að hefja sölu á því í næstu viku. Hjörleifur bætir við að yfirleitt sé hægt að sjá þörfina á þessu bóluefni nokkuð fyrir. Það sé tiltölulega vandmeðfarið og geymist illa. Því sé ekki hægt að liggja með miklar birgðir í einu. Nú í ágúst hafi einn aðili allt í einu keypt mörg hundruð skammta. Bóluefni gegn lifrarbólgu B er einkum notað til bólusetningar starfsfólks á heilbrigðisstofnunum, að sögn Hjörleifs. Einnig er það notað af lögreglu og á öðrum vettvangi þar sem hætta er á að fólk lendi í návígi við smitað blóð eða líkamsvökva.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×