Tugir tilkynninga um aukaverkanir 31. ágúst 2005 00:01 Milli 50 og 60 tilkynningar um aukaverkanir lyfja hafa borist til Lyfjastofnunar það sem af er þessu ári, að sögn Magnúsar Jóhannssonar læknis og prófessors við Háskóla Íslands. Það er meira en helmingsaukning miðað við mörg síðustu ár, þar sem fjöldinn var um og undir 20 á ári. Fimm ára átak í þessum efnum er farið að skila sér. "Þessar tilkynningar eru ekki bundnar við ákveðin lyf eða lyfjaflokka," segir Magnús. "Þær spanna allt lyfjasviðið." Magnús segir að tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar notkunar lyfja, svo sem COX - 2 hemla, sem Vioxx heyrði undir séu mjög fáar á árinu. Bráðnauðsynlegt sé að fá slíka vitneskju frá læknum en ekki sé hægt að byggja eingöngu á þeim. Þarna sé um að ræða hjarta- og kransæðasjúkdóma sem séu mjög algengir. Fólk fái þá hvort sem það sé að taka einhver lyf eða ekki. Magnús segir hafið yfir allan vafa að samband hafi verið staðfest milli aukaverkana Vioxx, sem tekið var af markaði fyrir réttu ári, og umræddra sjúkdóma í rannsóknum á stórum hópum fólks sem gerðar hafi verið áður en lyfið var tekið af markaði. Allt öðru máli gegni þegar farið sé að meta einhvern einn einstakling. Jafnvel þótt hann hafi verið í ítarlegri læknisskoðun áður en hann hóf að nota lyfið, þar sem allt hefði verið í lagi. Þess væru fræg dæmi að fólk hefði dottið niður á tröppunum með slíkt heilbrigðisvottorð upp á vasann, því hjarta- og heilasjúkdómar væru lúmskir og þekkingin ekki komin nógu langt. Því miður höfum við ekki tæki til að sýna fram á þetta með vissu. "Ég er alveg viss um að skaðabótadómnum sem féll nýlega í Texas, eftir að maður sem notaði Vioxx lést, verður snúið við í Hæstarétti," segir Magnús. "Það er svo rosalega erfitt að sanna einstaka tilvik, þannig að það sé hafið yfir allan vafa hvort tiltekinn einstaklingur dó af völdum Vioxx eða ekki. Þarna hafa margir áhættuþættir eins og hár blóðþrýstingur, reykingar og blóðfita sín áhrif. Aukaverkanir einhvers lyfs bætast síðan ofan á það sem fyrir er." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Milli 50 og 60 tilkynningar um aukaverkanir lyfja hafa borist til Lyfjastofnunar það sem af er þessu ári, að sögn Magnúsar Jóhannssonar læknis og prófessors við Háskóla Íslands. Það er meira en helmingsaukning miðað við mörg síðustu ár, þar sem fjöldinn var um og undir 20 á ári. Fimm ára átak í þessum efnum er farið að skila sér. "Þessar tilkynningar eru ekki bundnar við ákveðin lyf eða lyfjaflokka," segir Magnús. "Þær spanna allt lyfjasviðið." Magnús segir að tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar notkunar lyfja, svo sem COX - 2 hemla, sem Vioxx heyrði undir séu mjög fáar á árinu. Bráðnauðsynlegt sé að fá slíka vitneskju frá læknum en ekki sé hægt að byggja eingöngu á þeim. Þarna sé um að ræða hjarta- og kransæðasjúkdóma sem séu mjög algengir. Fólk fái þá hvort sem það sé að taka einhver lyf eða ekki. Magnús segir hafið yfir allan vafa að samband hafi verið staðfest milli aukaverkana Vioxx, sem tekið var af markaði fyrir réttu ári, og umræddra sjúkdóma í rannsóknum á stórum hópum fólks sem gerðar hafi verið áður en lyfið var tekið af markaði. Allt öðru máli gegni þegar farið sé að meta einhvern einn einstakling. Jafnvel þótt hann hafi verið í ítarlegri læknisskoðun áður en hann hóf að nota lyfið, þar sem allt hefði verið í lagi. Þess væru fræg dæmi að fólk hefði dottið niður á tröppunum með slíkt heilbrigðisvottorð upp á vasann, því hjarta- og heilasjúkdómar væru lúmskir og þekkingin ekki komin nógu langt. Því miður höfum við ekki tæki til að sýna fram á þetta með vissu. "Ég er alveg viss um að skaðabótadómnum sem féll nýlega í Texas, eftir að maður sem notaði Vioxx lést, verður snúið við í Hæstarétti," segir Magnús. "Það er svo rosalega erfitt að sanna einstaka tilvik, þannig að það sé hafið yfir allan vafa hvort tiltekinn einstaklingur dó af völdum Vioxx eða ekki. Þarna hafa margir áhættuþættir eins og hár blóðþrýstingur, reykingar og blóðfita sín áhrif. Aukaverkanir einhvers lyfs bætast síðan ofan á það sem fyrir er."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira