Fjárskortur tefur rannsókn 23. ágúst 2005 00:01 Dráttur stjórnvalda á afgreiðslu fjárveitingar upp á eina og hálfa milljón króna hefur hamlað því að rannsókn á hugsanlegri fuglaflensu í alifuglum og vatnafuglum geti hafist. Embætti yfirdýralæknis sótti um fjárveitinguna til að hrinda rannsókninni af stað í maí síðastliðnum. Enn bólar ekkert á henni. "Það er þörf á að kanna ástandið í fuglum hér, bæði villtum fuglum og alifuglum," segir Jarle Reiersen, sérfræðingur í fuglasmitsjúkdómum. "En það hefur verið eitthvað stirt í að finna fjármuni þessa. Mér skilst þó að þetta sé að leysast þannig að við getum gert þetta. Með slíkri rannsókn er hægt að kortleggja stöðuna hér og fínslípa þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til. Við hefjum þessa rannsókn um leið og fjármunir eru fyrir hendi. Það liggur auðvitað á að hraða henni í ljósi þess sem er að gerast erlendis." Ýmsar Evrópuþjóðir, til að mynda Hollendingar, Bretar og Þjóðverjar óttast nú svo mjög fuglaflensuna að þeir hafa þegar gripið til eða eru að undirbúa varnaraðgerðir gegn henni. "Með farfuglum dreifist flensan vestur eftir og þá er áhyggjuefni hvernig staðan verður hjá okkur," segir Jarle. "Þeir koma þó ekki hingað á þessum tíma árs. Hænsfuglar í lausagöngu utan dyra eru miklu móttækilegri fyrir alls konar smiti sem berst með farfuglum. Með því að hafa smitvarnir í lagi og fugla innan dyra þá er sú hætta takmörkuð eins og kostur er. Hér á landi eru langflestir alifuglar haldnir innan dyra. Það eru einungis landnámshænur, aliendur og slíkir fuglar sem eru utan dyra." Jarle segir að smitvarnir hér séu í góðu lagi eftir að herferðina gegn kamfýlóbakter. Þá lög og reglur um innflutning dýra og kjöts við að standa gegn almennum smitsjúkdómum. "Það verður tekið á þessu máli í heild," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um fjárveitinguna og vísar til starfandi ráðherranefndar um varnir gegn fuglaflensu."Það koma engir farfuglar í haust, en viðbúnaður þarf að vera klár þegar þeir fara að koma næsta vor." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Dráttur stjórnvalda á afgreiðslu fjárveitingar upp á eina og hálfa milljón króna hefur hamlað því að rannsókn á hugsanlegri fuglaflensu í alifuglum og vatnafuglum geti hafist. Embætti yfirdýralæknis sótti um fjárveitinguna til að hrinda rannsókninni af stað í maí síðastliðnum. Enn bólar ekkert á henni. "Það er þörf á að kanna ástandið í fuglum hér, bæði villtum fuglum og alifuglum," segir Jarle Reiersen, sérfræðingur í fuglasmitsjúkdómum. "En það hefur verið eitthvað stirt í að finna fjármuni þessa. Mér skilst þó að þetta sé að leysast þannig að við getum gert þetta. Með slíkri rannsókn er hægt að kortleggja stöðuna hér og fínslípa þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til. Við hefjum þessa rannsókn um leið og fjármunir eru fyrir hendi. Það liggur auðvitað á að hraða henni í ljósi þess sem er að gerast erlendis." Ýmsar Evrópuþjóðir, til að mynda Hollendingar, Bretar og Þjóðverjar óttast nú svo mjög fuglaflensuna að þeir hafa þegar gripið til eða eru að undirbúa varnaraðgerðir gegn henni. "Með farfuglum dreifist flensan vestur eftir og þá er áhyggjuefni hvernig staðan verður hjá okkur," segir Jarle. "Þeir koma þó ekki hingað á þessum tíma árs. Hænsfuglar í lausagöngu utan dyra eru miklu móttækilegri fyrir alls konar smiti sem berst með farfuglum. Með því að hafa smitvarnir í lagi og fugla innan dyra þá er sú hætta takmörkuð eins og kostur er. Hér á landi eru langflestir alifuglar haldnir innan dyra. Það eru einungis landnámshænur, aliendur og slíkir fuglar sem eru utan dyra." Jarle segir að smitvarnir hér séu í góðu lagi eftir að herferðina gegn kamfýlóbakter. Þá lög og reglur um innflutning dýra og kjöts við að standa gegn almennum smitsjúkdómum. "Það verður tekið á þessu máli í heild," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um fjárveitinguna og vísar til starfandi ráðherranefndar um varnir gegn fuglaflensu."Það koma engir farfuglar í haust, en viðbúnaður þarf að vera klár þegar þeir fara að koma næsta vor."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira