Tryggvi lét Baug borga skatta sína 15. ágúst 2005 00:01 Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs hf., kemur oftast við sögu í þeim kafla ákærunnar gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs sem snýr að fjárdrætti. Í fyrsta kafla ákærunnar eru fjórir töluliðir sem snúa aðeins að fjárdrætti en í öðrum köflum ákærunnar er einnig ákært fyrir fjárdrátt en með öðrum brotum, svo sem umboðssvikum og brotum gegn lögum um hlutafélög. Tryggvi kemur við sögu í þremur af fjórum töluliðum í fyrsta kafla ákærunnar. Snekkjan dýrkeypt Annar töluliður ákærunnar beinist gegn feðgunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi forstjóra Baugs, og Jóhannesi Jónssyni í Bónus. Þeim er gefið að sök að hafa dregið sér fé þegar þeir létu Baug greiða þóknanir til Sparisjóðs Reykjavíkur vegna bankaábyrgðar sem til hafði verið stofnað vegna kaupa á snekkjunni Thee Viking. Í fyrsta töluliðnum var einnig ákært fyrir fjárdrátt vegna snekkjunnar en þar var um hærri fjárhæðir að ræða eða rúmlega fjörutíu milljónir króna. Er feðgunum gert að sök að hafa látið Baug yfirtaka ábyrgðir sem til hafði verið stofnað af sameignarfélaginu Bónus hinn 17. júlí 1996. Ábyrgðirnar voru einkum til komnar vegna lántöku bandaríska félagsins Nordica Inc. hjá viðskiptabanka í Flórida en lánið var upp á hundrað þrjátíu og fimm þúsund Bandaríkjadali og var notað til að ábyrgjast greiðslur á skemmtisnekkjunni Icelandic Viking. Baugur hafði því samkvæmt ákærunni tekið við ábyrgð Bónuss og gjaldféll ábyrgðin á Baug 17. október 2002. Ákærðu neita sök í þessum tölulið ákærunnar. Þeir segja í athugasemdum við þessum tölulið ákærunnar að ábyrgðin sem um ræðir hafi verið notuð til tryggingar yfirdráttarláni sem Nordica tók vegna vöruviðskipta og hafi Ríkislögreglustjóri gögn um slíkt. Segja hinir ákærðu fráleitt að ætla að ábyrgðin hafi verið vegna kaupa á snekkjunni. Þeir vísa einnig til þess að ef svo hefði verið, hefði einnig átt að ákæra Jón Gerald Sullenberger fyrir sömu hluti. Aðstoðarforstjóri og risna Í þriðja tölulið ákærunnar er Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega eina milljón og þrjú hundruð þúsund krónur á tímabilinu 11. janúar 2000 til 12. febrúar 2002. Er honum gefið að sök að hafa notað American Express greiðslukort félagsins Nordica Inc. sem síðar lét Baug greiða sér til baka útteknar fjárhæðir til þess að greiða kostnað sem var Baugi óviðkomandi. Er um að ræða alls þrettán reikninga sem Nordica lagði út fyrir en innheimti svo hjá Baugi samkvæmt fyrirmælum Tryggva. Í athugasemdum með þessum tölulið ákærunnar neitar Tryggvi sök og segir að um hafi verið að ræða kostnað sem telst risna aðstoðarforstjórans. Segir ákærði að Ríkislögreglustjóra hafi verið bent á að rannsaka þennan lið ákærunnar betur og ræða við vitni sem hafa notið risnunnar en því hafi ekki verið sinnt. Enn fremur er bent á að ekki geti verið um fjárdrátt að ræða þar sem auðgunarásetning skorti. Tollar og gjöld aðstoðarforstjóra Opinber gjöld Tryggva vegna innflutnings á sláttuvélatraktor til hans eigin nota voru greidd af Baugi samkvæmt fjórða tölulið ákærunnar. Er Tryggva gert að hafa dregið sér samtals tæplega eitt hundrað þúsund krónur þegar hann lét Baug greiða aðflutningsgjöld svo sem virðisaukaskatt, vörugjald og toll þegar Baugur flutti til landsins og tollafgreiddi sláttuvélatraktorinn en reikningur vegna vélarinnar var gefinn út af Nordica í Bandaríkjunum á hendur Baugi-Aðföngum hf., dótturfélagi Baugs. Í athugasemdum Tryggva vegna fjórða töluliðar ákærunnar segir að mistök starfsmanns Baugs hafi ráðið því að aðflutningsgjöldin sem um ræðir hafi ekki verið innheimt hjá Tryggva. Segir að Tryggvi hafi rætt við viðkomandi starfsmenn um að honum yrði gerður reikningur vegna gjaldanna og hafi verið í trú um að svo yrði gert. Ekki geti þannig verið um fjárdrátt að ræða því allan auðgunarásetning hafi skort. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs hf., kemur oftast við sögu í þeim kafla ákærunnar gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs sem snýr að fjárdrætti. Í fyrsta kafla ákærunnar eru fjórir töluliðir sem snúa aðeins að fjárdrætti en í öðrum köflum ákærunnar er einnig ákært fyrir fjárdrátt en með öðrum brotum, svo sem umboðssvikum og brotum gegn lögum um hlutafélög. Tryggvi kemur við sögu í þremur af fjórum töluliðum í fyrsta kafla ákærunnar. Snekkjan dýrkeypt Annar töluliður ákærunnar beinist gegn feðgunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi forstjóra Baugs, og Jóhannesi Jónssyni í Bónus. Þeim er gefið að sök að hafa dregið sér fé þegar þeir létu Baug greiða þóknanir til Sparisjóðs Reykjavíkur vegna bankaábyrgðar sem til hafði verið stofnað vegna kaupa á snekkjunni Thee Viking. Í fyrsta töluliðnum var einnig ákært fyrir fjárdrátt vegna snekkjunnar en þar var um hærri fjárhæðir að ræða eða rúmlega fjörutíu milljónir króna. Er feðgunum gert að sök að hafa látið Baug yfirtaka ábyrgðir sem til hafði verið stofnað af sameignarfélaginu Bónus hinn 17. júlí 1996. Ábyrgðirnar voru einkum til komnar vegna lántöku bandaríska félagsins Nordica Inc. hjá viðskiptabanka í Flórida en lánið var upp á hundrað þrjátíu og fimm þúsund Bandaríkjadali og var notað til að ábyrgjast greiðslur á skemmtisnekkjunni Icelandic Viking. Baugur hafði því samkvæmt ákærunni tekið við ábyrgð Bónuss og gjaldféll ábyrgðin á Baug 17. október 2002. Ákærðu neita sök í þessum tölulið ákærunnar. Þeir segja í athugasemdum við þessum tölulið ákærunnar að ábyrgðin sem um ræðir hafi verið notuð til tryggingar yfirdráttarláni sem Nordica tók vegna vöruviðskipta og hafi Ríkislögreglustjóri gögn um slíkt. Segja hinir ákærðu fráleitt að ætla að ábyrgðin hafi verið vegna kaupa á snekkjunni. Þeir vísa einnig til þess að ef svo hefði verið, hefði einnig átt að ákæra Jón Gerald Sullenberger fyrir sömu hluti. Aðstoðarforstjóri og risna Í þriðja tölulið ákærunnar er Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega eina milljón og þrjú hundruð þúsund krónur á tímabilinu 11. janúar 2000 til 12. febrúar 2002. Er honum gefið að sök að hafa notað American Express greiðslukort félagsins Nordica Inc. sem síðar lét Baug greiða sér til baka útteknar fjárhæðir til þess að greiða kostnað sem var Baugi óviðkomandi. Er um að ræða alls þrettán reikninga sem Nordica lagði út fyrir en innheimti svo hjá Baugi samkvæmt fyrirmælum Tryggva. Í athugasemdum með þessum tölulið ákærunnar neitar Tryggvi sök og segir að um hafi verið að ræða kostnað sem telst risna aðstoðarforstjórans. Segir ákærði að Ríkislögreglustjóra hafi verið bent á að rannsaka þennan lið ákærunnar betur og ræða við vitni sem hafa notið risnunnar en því hafi ekki verið sinnt. Enn fremur er bent á að ekki geti verið um fjárdrátt að ræða þar sem auðgunarásetning skorti. Tollar og gjöld aðstoðarforstjóra Opinber gjöld Tryggva vegna innflutnings á sláttuvélatraktor til hans eigin nota voru greidd af Baugi samkvæmt fjórða tölulið ákærunnar. Er Tryggva gert að hafa dregið sér samtals tæplega eitt hundrað þúsund krónur þegar hann lét Baug greiða aðflutningsgjöld svo sem virðisaukaskatt, vörugjald og toll þegar Baugur flutti til landsins og tollafgreiddi sláttuvélatraktorinn en reikningur vegna vélarinnar var gefinn út af Nordica í Bandaríkjunum á hendur Baugi-Aðföngum hf., dótturfélagi Baugs. Í athugasemdum Tryggva vegna fjórða töluliðar ákærunnar segir að mistök starfsmanns Baugs hafi ráðið því að aðflutningsgjöldin sem um ræðir hafi ekki verið innheimt hjá Tryggva. Segir að Tryggvi hafi rætt við viðkomandi starfsmenn um að honum yrði gerður reikningur vegna gjaldanna og hafi verið í trú um að svo yrði gert. Ekki geti þannig verið um fjárdrátt að ræða því allan auðgunarásetning hafi skort.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira