Innlent

Gæti fleiri tilefni til skoðunar

"Ég tel að hægt væri að gera alla stjórnendur og fyrirtækjaeigendur á Íslandi að glæpamönnum ef fyrirtæki þeirra væru skoðuð ofan í kjölinn," segir Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum forstjóri Norðurljósa. Sigurður kveðst ekki hafa séð ákærur í Baugsmálinu en gögn sem Fréttablaðið birti á laugardag gefi til kynna að málið snúist fyrst og fremst um viðskiptasamninga. Það gæfi væntanlega tilefni til þess að skoða mál fleiri aðila. Aðspurður um sölu Búnaðarbankans segir Sigurður það mál ekki hafa verið skoðað ofan í kjölinn. "Það er mikið talað um þessi viðskipti hér í samfélaginu og þeirri mynd hefur verið varpað upp að ekki hafi allt verið með felldu," segir Sigurður. "Þá hlýtur að vera eðlilegt að skoða það mál frekar." Sigurður segist ekki telja ástæðu til þess að skoða mál eins né neins nema að fyrir liggi verulegur grunur um afbrot. "Hvenær grunur telst verulegur verða dómstólar að meta," segir hann.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×