Erlent

Handtökur í London

Tveir menn til viðbótar hafa verið handteknir vegna árásanna á London sem misheppnuðust fyrir rúmri viku. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Aðgerðir lögreglu- og öryggissveita undanfarnar vikur eru þær viðamestu síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Fleiri en þrjátíu hafa verið handteknir vegna seinni árásarhrinunnar á London og yfirheyrslur standa nú yfir tuttugu þeirra. Flest bendir til að Osman Hussein, einn árásarmannanna fjögurra, sem handtekinn var á Ítalíu, hafi komist með lest frá London eftir árásirnar. Það þykir hið mesta hneyksli og stjórnvöld í Bretlandi íhuga að herða reglur um vegabréfa eftirlit við lestarstöðvar hið snarasta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×