Einn sprengjumanna sagður í haldi 27. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan réðst til inngöngu í hús í Birmingham fyrir dögun í gærmorgun og beittu rafbyssu til að yfirbuga mann sem að sögn vitnis og fjölmiðla er sagður vera Yasin Hassan Omar, einn þeirra fjögurra sem reyndu að sprengja sprengjur í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum fyrir viku. Sprengjusérfæðingar lögreglunnar, sumir í brynklæðum, sáust fara inn í bygginguna eftir að lögregla hafði rekið fólk úr um 100 nærliggjandi húsum. Húsið þar sem handtakan fór fram er í friðsælu hverfi þar sem fólk af ýmsum uppruna býr hvað innan um annað. Þrír aðrir menn voru handteknir í áhlaupi lögreglu á annað hús í Birmingham í gærmorgun. Engum skotum var hleypt af. Þá var einn maður handtekinn á Luton-flugvelli nærri Lundúnum, í nafni hryðjuverkavarnalaga. Maðurinn var á leið til Frakklands. Lögregla vildi ekkert segja um hvers vegna maðurinn var handtekinn, en samkvæmt heimildum fjölmiðla líktist hann einum hinna eftirlýstu. Lögreglan vildi heldur ekki staðfesta fregnir fjölmiðla um að sá sem fyrstur var handtekinn í Birmingham væri Omar. Að minnsta kosti eitt vitni sagði hinn handtekna líkjast mjög eftirlýsingarmyndinni af Omar, sem er 24 ára að aldri og fluttist sem barn til Bretlands frá Sómalíu. Lundúnalögreglan leitaði líka í tveimur íbúðum í norðurhluta borgarinnar í gær, í hverfunum Finchley og Enfield. Enginn var handtekinn í þeim, en vettvangsrannsóknargögnun safnað, að sögn talsmanns lögreglunnar. Með handtökunum í Birmingham eru nú alls níu manns í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn sprengjutilræðanna 21. júlí. Auk þess voru tveir menn handteknir í lest á leið frá Newcastle til Lundúna seint í fyrrakvöld. Fóru þær handtökur einnig fram í nafni hryðjuverkavarnalaga, en ekki var upplýst frekar hvort þær tengdust rannsókninni á Lundúnaárásunum. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Breska lögreglan réðst til inngöngu í hús í Birmingham fyrir dögun í gærmorgun og beittu rafbyssu til að yfirbuga mann sem að sögn vitnis og fjölmiðla er sagður vera Yasin Hassan Omar, einn þeirra fjögurra sem reyndu að sprengja sprengjur í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum fyrir viku. Sprengjusérfæðingar lögreglunnar, sumir í brynklæðum, sáust fara inn í bygginguna eftir að lögregla hafði rekið fólk úr um 100 nærliggjandi húsum. Húsið þar sem handtakan fór fram er í friðsælu hverfi þar sem fólk af ýmsum uppruna býr hvað innan um annað. Þrír aðrir menn voru handteknir í áhlaupi lögreglu á annað hús í Birmingham í gærmorgun. Engum skotum var hleypt af. Þá var einn maður handtekinn á Luton-flugvelli nærri Lundúnum, í nafni hryðjuverkavarnalaga. Maðurinn var á leið til Frakklands. Lögregla vildi ekkert segja um hvers vegna maðurinn var handtekinn, en samkvæmt heimildum fjölmiðla líktist hann einum hinna eftirlýstu. Lögreglan vildi heldur ekki staðfesta fregnir fjölmiðla um að sá sem fyrstur var handtekinn í Birmingham væri Omar. Að minnsta kosti eitt vitni sagði hinn handtekna líkjast mjög eftirlýsingarmyndinni af Omar, sem er 24 ára að aldri og fluttist sem barn til Bretlands frá Sómalíu. Lundúnalögreglan leitaði líka í tveimur íbúðum í norðurhluta borgarinnar í gær, í hverfunum Finchley og Enfield. Enginn var handtekinn í þeim, en vettvangsrannsóknargögnun safnað, að sögn talsmanns lögreglunnar. Með handtökunum í Birmingham eru nú alls níu manns í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn sprengjutilræðanna 21. júlí. Auk þess voru tveir menn handteknir í lest á leið frá Newcastle til Lundúna seint í fyrrakvöld. Fóru þær handtökur einnig fram í nafni hryðjuverkavarnalaga, en ekki var upplýst frekar hvort þær tengdust rannsókninni á Lundúnaárásunum.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira