Afstaða ráðherra hefur ekki áhrif 22. júlí 2005 00:01 Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Samgöngurráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að engar byggingar myndu rísa innan öryggisgirðingar Reykjavíkurflugvallar og sagði furðulegt að ekkert samráð hefði verið haft við samgönguyfirvöld þegar Reykjavíkurborg bauð Háskólanum í Reykjavík (HR) lóð undir byggingar sem ná inn fyrir girðingar Reykjavíkurflugvallar. Dagur segir að settur sé fyrirvari við afstöðu samgönguráðherra í tilboði sem kynnt var háskólanum. Hann segir afstöðu ráðherrans þó koma á óvart þar sem hann hafi setið á fundi með mönnum frá ráðuneytinu þar sem þetta hafi komið fram. Þeir hafi þó nefnt að þeim þætti betra að vita af hugmyndunum áður en þær væru kynntar opinberlega. „Kannski hefur ekki verið nægilega skýrt af okkar hálfu þessi skýri fyrirvari sem var gerður og að þetta er svæðið sem er hugsað til framtíðarnýtingar eftir tíu til fimmtán ár,“ segir Dagur. Dagur segir ennfremur að verið sé að gera þarfagreiningu fyrir háskólann og þá sé formlegum samningum ekki lokið. Hann hafi talið rétt að ljúka þessu áður en hann leitaði samþykkis samgönguyfirvalda. Hann er ósáttur við það orðalag Félags atvinnuflugmanna að kalla girðinguna umhverfis flugvöllinn öryggisgirðingu þar sem öryggissvæðið sé mun þrengra. Skilgreining Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sé alveg skýr. Þar sé miðað við 150 metra frá miðlínu flugbrauta og fyrirhugað byggingarsvæði HR sé lengra frá en það, og raunar tvöfalt lengra frá heldur en núverandi byggð í Skerjafirði er frá flugbrautinni sem þar er. „Mér finnst þetta óþarfa, kannski, yfirlýsing af hálfu atvinnuflugmanna og hefði þótt betra að þeir leituðu upplýsinga hjá okkur hvað væri raunverulega á ferðinni,“ segir Dagur. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Samgöngurráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að engar byggingar myndu rísa innan öryggisgirðingar Reykjavíkurflugvallar og sagði furðulegt að ekkert samráð hefði verið haft við samgönguyfirvöld þegar Reykjavíkurborg bauð Háskólanum í Reykjavík (HR) lóð undir byggingar sem ná inn fyrir girðingar Reykjavíkurflugvallar. Dagur segir að settur sé fyrirvari við afstöðu samgönguráðherra í tilboði sem kynnt var háskólanum. Hann segir afstöðu ráðherrans þó koma á óvart þar sem hann hafi setið á fundi með mönnum frá ráðuneytinu þar sem þetta hafi komið fram. Þeir hafi þó nefnt að þeim þætti betra að vita af hugmyndunum áður en þær væru kynntar opinberlega. „Kannski hefur ekki verið nægilega skýrt af okkar hálfu þessi skýri fyrirvari sem var gerður og að þetta er svæðið sem er hugsað til framtíðarnýtingar eftir tíu til fimmtán ár,“ segir Dagur. Dagur segir ennfremur að verið sé að gera þarfagreiningu fyrir háskólann og þá sé formlegum samningum ekki lokið. Hann hafi talið rétt að ljúka þessu áður en hann leitaði samþykkis samgönguyfirvalda. Hann er ósáttur við það orðalag Félags atvinnuflugmanna að kalla girðinguna umhverfis flugvöllinn öryggisgirðingu þar sem öryggissvæðið sé mun þrengra. Skilgreining Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sé alveg skýr. Þar sé miðað við 150 metra frá miðlínu flugbrauta og fyrirhugað byggingarsvæði HR sé lengra frá en það, og raunar tvöfalt lengra frá heldur en núverandi byggð í Skerjafirði er frá flugbrautinni sem þar er. „Mér finnst þetta óþarfa, kannski, yfirlýsing af hálfu atvinnuflugmanna og hefði þótt betra að þeir leituðu upplýsinga hjá okkur hvað væri raunverulega á ferðinni,“ segir Dagur.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira