Erlent

Miklar tafir á lestarkerfinu

Hryðjuverkaárasir voru gerðar á þrjár lestir og strætisvagn í London í dag, hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð í dag. Árásirnar sýna að öryggisgæsla og eftirlit geta ekki komið í algjörlega í veg fyrir hryðjuverk. Lilja Valdimarsdóttir millilenti í London í morgun og náði fréttastofan tali af henni þar sem hún var stödd við Paddington-stöðina. Hún segir miklar tafir hafa verið á lestarkerfinu vegna lokunar á nokkrum leiðum, t.a.m. var ekki hægt að komast í gegnum Oxford og Circus. Margt fólk er á ferli og á það ekki síst við um lögreglu- og gæslumenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×