Erlent

Vestræn ríki eru ósamstiga

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, telur að árásirnar á Lundúnir í gær sýni að ríki heims séu ósamstíga og illa undir það búin að glíma við hryðjuverkaógnina. Pútín minnti á að Rússland hefði oft sinnis orðið fyrir hryðjuverkaárásum sem hefðu kostað hundruð manna lífið. "Það sem gerðist hins vegar í dag sýnir enn einu sinni að við gerum of lítið til að sameina krafta okkar í baráttunni við hryðjuverkamenn. Pútín fordæmdi vitaskuld árásirnar harðlega og sagði að einu gilti hvar slík illvirki væru unnin, þau væru alls staðar jafn fyrirlitleg. Því skoraði hann á aðra þjóðarleiðtoga að láta af tvöföldu siðgæði sínu og átti hann þar við að þeir væru oft fljótir að gagnrýna Rússa í baráttu sinni gegn tsjetsjenskum aðskilnaðarsinnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×