Stálinu stappað í þjóðina 7. júlí 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stappaði stálinu í þjóð sína í gær og fullyrti að hún myndi hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum ekki láta buga sig. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hétu stuðningi sínum við ríkisstjórnina í þessum þrengingum. "Það er kaldhæðnislegt að þetta skyldi henda á deginum sem við hittumst og ræðum um hvernig útrýma megi fátæktinni í Afríku," sagði Tony Blair í ávarpi sínu frá heimili sínu að Downingstæti 10 í gær. Blair var á fundi helstu iðnríkja heims í Gleneagles í Skotlandi í gærmorgun þegar árásirnar í Lundúnum voru gerðar en hann ákvað fljótlega að sín væri frekar þörf í höfuðborginni hjá þjóð sinni. Síðdegis fundaði Blair með Cobra, neyðarnefnd ríkisstjórnarinnar og embættismanna, en síðan flutti hann sjónvarpsávarp sitt þar sem hann hét að hafa hendur í hári þeirra sem fyrir árásunum stóðu. Blair vék í ræðu sinni að því æðruleysi sem hann sagði Lundúnabúa hafa sýnt á þessum erfiðu tímum. "Það er með hryðjuverkum sem þessir illvirkjar kjósa að sýna þau gildi sem þeir aðhyllast. Því er rétt að á þessum tíma sýnum við þau gildi sem við viljum standa fyrir. Þeir reyna að slátra saklausu fólki til að fæla okkur frá því að gera þá hluti sem við kjósum. Þeim skal ekki og má ekki takast ætlunarverk sitt." Michael Howard og Charles Kennedy, leiðtogar íhaldsmanna og frjálslyndra, sendu báðir samúðarkveðjur sínar til fórnarlamba árásanna og lofuðu jafnframt hetjudáðir lögreglu, sjúkra- og slökkviliðs. Þeir lýstu ennfremur fullum stuðningi við stjórnina í málinu. Charles Kennedy sló aldrei þessu vant á svipaða strengi og George W. Bush í ræðu sinni. "Munurinn á þeim sem reyna að eyða og drepa og þeim sem eru að reyna að byggja til framtíðar [á G8-fundinum] gæti ekki verið meira sláandi. Hryðjuverkamennirnir mega ekki sigra." George Galloway, hinn umdeildi skoski þingmaður sagði í viðtali við BBC að árásirnar væru "fyrirlitlegar en ekki alveg ófyrirsjáanlegar." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stappaði stálinu í þjóð sína í gær og fullyrti að hún myndi hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum ekki láta buga sig. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hétu stuðningi sínum við ríkisstjórnina í þessum þrengingum. "Það er kaldhæðnislegt að þetta skyldi henda á deginum sem við hittumst og ræðum um hvernig útrýma megi fátæktinni í Afríku," sagði Tony Blair í ávarpi sínu frá heimili sínu að Downingstæti 10 í gær. Blair var á fundi helstu iðnríkja heims í Gleneagles í Skotlandi í gærmorgun þegar árásirnar í Lundúnum voru gerðar en hann ákvað fljótlega að sín væri frekar þörf í höfuðborginni hjá þjóð sinni. Síðdegis fundaði Blair með Cobra, neyðarnefnd ríkisstjórnarinnar og embættismanna, en síðan flutti hann sjónvarpsávarp sitt þar sem hann hét að hafa hendur í hári þeirra sem fyrir árásunum stóðu. Blair vék í ræðu sinni að því æðruleysi sem hann sagði Lundúnabúa hafa sýnt á þessum erfiðu tímum. "Það er með hryðjuverkum sem þessir illvirkjar kjósa að sýna þau gildi sem þeir aðhyllast. Því er rétt að á þessum tíma sýnum við þau gildi sem við viljum standa fyrir. Þeir reyna að slátra saklausu fólki til að fæla okkur frá því að gera þá hluti sem við kjósum. Þeim skal ekki og má ekki takast ætlunarverk sitt." Michael Howard og Charles Kennedy, leiðtogar íhaldsmanna og frjálslyndra, sendu báðir samúðarkveðjur sínar til fórnarlamba árásanna og lofuðu jafnframt hetjudáðir lögreglu, sjúkra- og slökkviliðs. Þeir lýstu ennfremur fullum stuðningi við stjórnina í málinu. Charles Kennedy sló aldrei þessu vant á svipaða strengi og George W. Bush í ræðu sinni. "Munurinn á þeim sem reyna að eyða og drepa og þeim sem eru að reyna að byggja til framtíðar [á G8-fundinum] gæti ekki verið meira sláandi. Hryðjuverkamennirnir mega ekki sigra." George Galloway, hinn umdeildi skoski þingmaður sagði í viðtali við BBC að árásirnar væru "fyrirlitlegar en ekki alveg ófyrirsjáanlegar."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira