Erlent

Sprengingar í Lundúnum

Röð sprenginga hefur átt sér stað í neðanjarðarlestakerfi Lundúna undanfarnar mínútur. Að sögn lögeglunnar á svæðinu eru einhver meiðsli á fólki en ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu alvarleg þau eru eða eða hversu umfangsmikill mannskaðinn er. Að sögn vitna hefur hópur fólks komið hlaupandi út á götur borgarinnar, blóðugt og í miklu uppnámi. Þá er talað um að sprenging hafi orðið í strætisvagni. Ákveðnum svæðum Lundúna hefur verið lokað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×