Innlent

Frjókornaofnæmi blossar upp

Það er mikið að aukast þessa dagana," segir hún. "Það kom svolítill hlýindakafli fyrir páska og þá lét frjókornaofnæmið aðeins á sér kræla. Það var fremur lítið í maí, en er nú farið aftur af stað eins og í meðalári." Dóra segir, að samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands hefur fjöldi grasfrjókorna mælst undir meðallagi á síðustu dögum og heldur minna heldur en á sama tíma í fyrra. Aftur á móti mældist töluvert af birkifrjókornum í loftinu nú en yfirleitt væri farið að draga úr fjölda þeirra á þessum tíma í meðalári. "Skýringin getur verið sú, að maí var fremur kaldur og þurr. Þegar vætan kemur með hlýindum fer allur gróður af stað," segir Dóra, sem bendir fólki á að það geti leitað sér aðstoðar hjá lækni sé það illa haldið af frjókornaofnæmi


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×