Innlent

Víðtækur harmleikur

Þegar einstaklingur fyrirfer sér, þá eru um það bil 20 - 30 manns sem þjást vegna sjálfsvígsins. Þetta segir okkur að það eru um 2000 manns árlega sem þjást vegna sjálfsvíga annarra. Þar af eru ef til vill 150 manns sem þyrftu frekari aðstoð til að festast ekki í sorgarferlinu. Þar er um að ræða foreldra, systkini, maka eða börn." Salbjörg segir embættið leggja mikla áherslu á að um sé að ræða samfélagslegan vanda sem allir þurfi að leysa saman. Það hafi orðið vakning í þessum málaflokki, menn hafa unnið vel saman og fjölmiðlar tekið vel á málinu. Margir þættir valda því að dregið hefur úr sjálfsvígum. Landlæknisembættið muni halda sinni baráttu áfram.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×