Innlent

Kynning á framkvæmdum við Hlemm

Kynning á nýju deiliskipulagi og byrjuðum og fyrirhuguðum framkvæmdum í næsta nágrenni Hlemms fer fram í strætóskýlinu á Hlemmi á morgun, mánudag, klukkan 17:30. Dagskráin hefst með því að Dagur B. Eggertsson, formaður Skipulagsráðs Reykjavíkur, kynnir helstu áherslur deiliskipulagsins og fyrirhugaðra framkvæmda, Pétur H. Ármannsson arkitekt verður með sögulegt ágrip svæðisins, Nikulás Úlfar Másson hjá Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar kynnir stöðu nýs skipulags svæðisins og Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætó bs., kynnir nýtt leiðakerfi strætisvagna. Einnig fer fram kynning á einstökum deiliskipulagsreitum: Einholti/Þverholti, Ármannsreit og Höfðatorgi. Þá munu fulltrúar samtakanna Lifi Norðurmýrin, lögreglunnar og Klink og Bank tjá sig um fyrirhugaðar framkvæmdir. Fundarstjóri er Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn er öllum opinn og eru íbúar á svæðinu og aðrir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta sérstaklega hvattir til að mæta og kynna sér fyrirhugaðar framkvæmdir.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×