Ógnvænlegt ástand vegna offitu 16. júní 2005 00:01 ;Þetta er ógnvænlegt ástand," segir Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu um þá staðreynd að nær 400 offitusjúklingar skuli vera á biðlista eftir meðferð hjá Reykjalundi og offituvandinn herji á æ fleiri landsmenn, börn og fullorðna. Ludvig Guðmundsson yfirlæknir á Reykjalundi sagði í Fréttablaðinu í gær, að samkvæmt þjónustusamningi við ríkið væri gert ráð fyrir þjónustu við 25 offitusjúklinga á ári. Vegna sívaxandi ásóknar þyrfti Reykjalundur að taka inn 100 - 110 manns á ári, einungis til að sinna brýnustu þörfinni. "Það er vitað að þetta skerðir mjög lífsgæði þessa fólks sem á við þennan sjúkdóm að etja," segir Anna Björg. "Í öðru lagi er það gífurlegur kostnaður fyrir samfélagið ef þessi þróun heldur áfram með öllum þeim sjúkdómum sem fylgja offitu svo og þeirri viðleitni að reyna að ráða bót á meininu." Anna Björg segir, að vitað sé að meðferðin á Reykjalundi, sem oftast leiðir til aðgerðar á Landspítala háskólasjúkrahúsi, skili árangri. Frá faglegu sjónarmiði þurfi því að bregðast við aukinni meðferðarþörf með auknum afköstum á Reykjalundi. "Landlæknisembættið myndi jafnframt vilja leggja áherslu að snúa þessari þróun við með forvörnum, þannig að fólki sem á við þennan vanda að stríða, fækki. Við myndum vilja vinna með börn og ungmenni þannig að dregið yrði úr líkum á því að þau yrðu feitt fullorðið fólk. Þetta er samfélagslegt vandamál og landlæknisembættið vill gjarnan vinna með Lýðheilsustöð að því að fá heilsugæsluna, skólasamfélagið, foreldra og aðra þá sem eru að vinna með börnum og ungmennum til veita þeim stuðning til heilsusamlegs lífs. Þess ber að geta að ríkisstjórnin hefur falið Lýðheilsustöð að móta aðgerðaáætlun gegn þessari offituþróun." Anna Björg bætir við að hvetja þurfi markaðinn til að líta í eigin barm og gera sér grein fyrir að hann beri nokkra ábyrgð á þróun mála. Gífurlegur þrýstingur sé á börn og unglinga til að neyta alls konar óhollustu hvort sem sé í formi matar eða drykkjar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
;Þetta er ógnvænlegt ástand," segir Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu um þá staðreynd að nær 400 offitusjúklingar skuli vera á biðlista eftir meðferð hjá Reykjalundi og offituvandinn herji á æ fleiri landsmenn, börn og fullorðna. Ludvig Guðmundsson yfirlæknir á Reykjalundi sagði í Fréttablaðinu í gær, að samkvæmt þjónustusamningi við ríkið væri gert ráð fyrir þjónustu við 25 offitusjúklinga á ári. Vegna sívaxandi ásóknar þyrfti Reykjalundur að taka inn 100 - 110 manns á ári, einungis til að sinna brýnustu þörfinni. "Það er vitað að þetta skerðir mjög lífsgæði þessa fólks sem á við þennan sjúkdóm að etja," segir Anna Björg. "Í öðru lagi er það gífurlegur kostnaður fyrir samfélagið ef þessi þróun heldur áfram með öllum þeim sjúkdómum sem fylgja offitu svo og þeirri viðleitni að reyna að ráða bót á meininu." Anna Björg segir, að vitað sé að meðferðin á Reykjalundi, sem oftast leiðir til aðgerðar á Landspítala háskólasjúkrahúsi, skili árangri. Frá faglegu sjónarmiði þurfi því að bregðast við aukinni meðferðarþörf með auknum afköstum á Reykjalundi. "Landlæknisembættið myndi jafnframt vilja leggja áherslu að snúa þessari þróun við með forvörnum, þannig að fólki sem á við þennan vanda að stríða, fækki. Við myndum vilja vinna með börn og ungmenni þannig að dregið yrði úr líkum á því að þau yrðu feitt fullorðið fólk. Þetta er samfélagslegt vandamál og landlæknisembættið vill gjarnan vinna með Lýðheilsustöð að því að fá heilsugæsluna, skólasamfélagið, foreldra og aðra þá sem eru að vinna með börnum og ungmennum til veita þeim stuðning til heilsusamlegs lífs. Þess ber að geta að ríkisstjórnin hefur falið Lýðheilsustöð að móta aðgerðaáætlun gegn þessari offituþróun." Anna Björg bætir við að hvetja þurfi markaðinn til að líta í eigin barm og gera sér grein fyrir að hann beri nokkra ábyrgð á þróun mála. Gífurlegur þrýstingur sé á börn og unglinga til að neyta alls konar óhollustu hvort sem sé í formi matar eða drykkjar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira