Innlent

Fáir öryrkjar aftur á vinnumarkað

Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar þeirra Sigurðar Thorlacius, tryggingayfirlæknis Tryggingastofnunar, og Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings sem könnuðu stöðu þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna lífeyristrygginga hér árið 1992. Könnunin sýndi að 12 árum eftir að fólkið var metið höfðu 434 úr hópnum fallið af örorkuskrá, 240 konur og 194 karlar. Langflestir höfðu fallið af skránni vegna þess að þeir höfðu sest í helgan stein eða látist. Aðstandendur könnunarinnar telja að athuga þurfi hvað hægt sé að gera til að breyta þróuninni og auðvelda öryrkjum að komast aftur á vinnumarkað. Þar komi til greina starfsendurhæfing, aðgerðir til að örva vinnuveitendur til að ráða fólk með skerta starfsgetu og endurskoðun tekjutengingar örorkubóta.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×