Innlent

Tólf gæðastyrkir veittir

Tólf gæðastyrkir voru veittir heilbrigðisstarfsmönnum. Það var Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem veitti þá. Fjörutíu og níu sóttu um styrki að þessu sinni og bárust umsóknir hvaðanæva af landinu. Sótt var meðal annar um styrki til stefnumótunar, skráningar og kóðunar, gerð fræðslubæklinga, sýkingavarna og gæðaeftirlits, forvarna, skólaheilsugæslu, og rafræna samskipta við skjólstæðinga. Tuttugu og sex umsóknir um gæðastyrki bárust frá starfsmönnum Landspítala og sagði ráðherra þegar hann veitti styrkina að það sýndi áhuga starfsmanna spítalans á því að gera þjónustuna betri og markvissari.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×