Innlent

Niður með áfengisneysluna

Alþjóðaheilbrigðisþingið samþykkti á nýafstöðnum fundi sínum ályktun þess efnis að aðildarríkin beindu sjónum sínum sérstaklega að heilsuspillandi áhrifum áfengisneyslu á næstunni. Ályktunin er fram komin að frumkvæði Norðurlandanna. Það kom í hlut Davíðs Á. Gunnarssonar, fráfarandi formanns framkvæmdastjórnar WHO, að leiða málið til lykta og skapa samstöðu milli þjóðanna á þinginu um það, en hagsmunir aðildarþjóðanna eru afar mismunandi. Í ályktuninni er lögð áhersla á að þjóðir heims þurfi að bregðast við aukinni áfengisneyslu, einkum meðal ungmenna og hafa hugfast að ofneysla áfengis er að verða einn af þeim þáttum sem spillir heilsu manna mest. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur það svo að um 4 prósent af sjúkdómsbyrði nútímans megi rekja til ofneyslu áfengis. Er hér átt við þátt áfengisneyslu í hjartasjúkdómum, geðsjúkdómum og sjúkdómum sem raktir eru til umferðarslysa svo fátt eitt sé nefnt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×