Erlent

Flugmanninum sleppt

Flugmanni Cessnu-vélar, sem flaug aðeins fimm kílómetra frá Hvíta húsinu í gær, var sleppt í gærkvöldi eftir yfirheyrslur hjá bandarísku leyniþjónustunni og alríkislögreglunni. Með honum í vélinni var flugnemi og var honum einnig sleppt. Atvikið olli mikilli ringulreið og að sögn embættismanna í Washington þurftu alls þrjátíu og fimm þúsund manns að hlaupa út úr þinghúsinu og Hvíta húsinu þegar vélin sveimaði yfir í nágrenninu. George Bush Bandaríkjaforseti, sem var úti að hjóla þegar atvikið varð, fékk hins vegar ekki að vita af því fyrr en nærri klukkutíma síðar þar sem hann var ekki talinn í hættu. Eftir yfirheyrslurnar yfir flugmanninum og nemanda hans þykir fullsannað að atvikið hafi verið slys og mönnunum hafi ekkert illt gengið til. Hins vegar er mögulegt að flugmaðurinn missi leyfi sitt tímabundið og eins gæti hans beðið þúsund dollara sekt fyrir hvert brot sitt á flugreglum, en þau voru nokkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×