Innlent

Bíður niðurstöðu ráðuneytis

"Þetta er framkvæmdaáætlun upp á 1,8 - 2 milljarða króna," sagði hann. "Hluta verður varið í verulegar endurbætur á fangelsunum á Akureyri, Litla - Hrauni og Kvíabryggju. Þá er áætlað að bygging nýs fangelsis á Hólmsheiði kosti 1,2 milljarða." Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er gert ráð fyrir að á Hólmsheiði verði reist öryggis- og vinnufangelsi. Þar verði afeitrunar- og meðferðardeild, sjúkradeild og gæsluvarðhaldsdeild. Þar verði hægt að gera menn hæfa til að fara í meðferð í upphafi afplánunar og ljúka henni án vímuefna. Valtýr sagði að allt væri undir fangelsismálunum nú. Frumvarpið sem lægi fyrir Alþingi gerði ráð fyrir breyttri stefnu og áherslum. Vonandi færi að skýrast hvernig því reiddi af, en það væri nú í allsherjarnefnd.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×