Innlent

Telur að fjármögnun verði blönduð

"Málshefjandi var Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður. Allmargir þingmenn tóku til máls um málefni spítalans, þar á meðal meintan stjórnunarvanda, fjárheimildir hans, sparnaðargerðir, álag á starfsfólk, þjónustu við sjúklinga og svo mætti áfram telja. Heilbrigðisráðherra sagði að sameining spítalanna væri farin að skila sér í beinum sparnaði. Aðalatriðið væri þó að hún leiddi til öflugri þjónustu og öflugri sviða og deila. Það sæist í því að biðlistar á spítalanum væru farnir að styttast. "Ég hygg að menn skoði það þegar DRG - kerfið er komið í gagnið, að fjármögnun spítalans verði að einhverju leyti blönduð, en þetta eru hlutir sem þarf að skoða og leggja niður fyrir sér. Það er verkefni sem framundan er." Ráðherra sagðist vita til þess að starfsfólk spítalans hefði fullan hug á að setja niður þær deilur sem þar hefðu verið.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×