Innlent

Stofna hóp fyrir geðklofa

Markmiðið er að bæta líðan þátttakenda á þann hátt, að þeir deili reynslu sinni með öðrum og læri af því sem aðrir hafa gert til að ná betri heilsu. Umfram allt á þátttaka í hópnum að vera uppbyggileg þó svo að málefnið sé á stundum erfitt. Hópurinn mun hittast á föstudögum kl.13.30 í húsi Geðhjálpar að Túngötu 7. Guðbjörg Daníelsdóttir, sálfræðingur hjá Geðhjálp, og Margrét Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Kleppi, verða þátttakendum til halds og trausts.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×