Innlent

Líklegt að breyta þurfi lögum

Líklegt er að breyta þurfi lögum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið ákvæði um friðhelgi eignarréttarins.  Ríkið hafði bætur af Kjartani Ásmundssyni sjómanni með lagasetningu fyrir ellefu árum en hann slasaðist alvarlega um borð í togara árið 1978. Mannréttindadómstóllinn hefur endanlega staðfest að Kjartan eigi rétt á þessum bótum, ólíkt því sem bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands töldu. Kjartan segist mjög ánægður með niðurstöðuna, enda sé hún staðfesting á því sem hann og lögmaður hans hafi ávallt haldið fram. Aðspurður hverju þetta muni breyta fyrir sig segir hann aðalatriðið að réttlætinu hafi verið fullnægt. Guðrún Gauksdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir líklegt að ríkið þurfi að breyta lögunum. Eins telur hún að niðurstaðan geti hugsanlega verið fordæmisgefandi í svipuðum málum um það bil fimmtíu sjómanna - en skoða verði hvert og eitt mál sérstaklega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×