Innlent

Klamydía eykst aftur

Frá árinu 1997 fjölgaði klamydíutilfellum hér á landi nánast stöðugt fram til ársins 2003. Á því ári fækkaði þeim um 22 prósent, miðað við árið á undan. Svo virðist sem fækkunin hafi orðið mest hjá stúlkum á aldrinum 15 - 19 ára, svo og hjá 20 - 24 ára konum og 15 - 19 ára körlum. Ekki er fyllilega vitað hvað leiddi til fækkunar tilfella 2003, en talið er líklegt að um samspil nokkurra þátta sé að ræða. Forvarnir með fræðslu í menntaskólum landsins voru öflugar. Einnig var fjöldi innlendra sýna á rannsóknarstofuna í sýklafræði nokkru lægri heldur en áður. Klamydía er algengust meðal einstaklinga á aldrinum 15 - 29 ára. Meðalaldur kvenna við greiningu á síðasta ári var 22 ár, en meðalaldur karla var 24 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×