Innlent

Miltisbrandur girtur af

Saga þessarar girðingar er orðin löng og ströng. Upphaflega átti að ljúka gerð hennar fyrir jól, samkvæmt stjórnsýsluskipun úr landbúnaðarráðuneytinu, sem lagði til efni og mannafla. Landeigendur voru óánægðir með fyrirhugaða legu hennar og leituðu til lögfræðinga. Miklar og langvarandi umræður fóru fram á milli þeirra og Gunnars Arnar Guðmundssonar héraðsdýralæknis sem hafði málið á sínum höndum. Vegna þessa varð að stöðva vinnu við girðinguna hvað eftir annað. Að síðustu þraut þolinmæðina í landbúnaðarráðuneytinu, þegar samningaleiðin þótti fullreynd, og þaðan kom tilskipun um að nú skyldi girt hvað sem tautaði og raulaði. Verktakar gengu þá í verkið og sér nú loksins fyrir endann á því, tæpum þremur mánuðum eftir að því átti að vera lokið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×