Innlent

Fischer verði sviptur ríkisfanginu

Símon Wiesenthal stofnunin í Jerúsalem skorar í dag á íslensk stjórnvöld að svipta Bobby Fischer íslenskum ríkisborgararétti vegna andúðar hans á gyðingum og yfirlýsingum um að Helförin sé uppspuni. Er á það bent að Fischer hafi nú þegar brotið íslensk lög sem banna árásir á grundvelli þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Efraim Zuroff, forstöðumaður Símon Wiesenthal stofnunarinnar, sem á sínum tíma ásakaði íslensk stjórnvöld um að halda hlífisskildi yfir eistneskum stríðsglæpamanni, segir að ummæli Fischers á blaðamannafundi á föstudag sýni að Ísland hafi tekið á móti ofstækismanni í sérflokki sem verði enginn sómi sínu nýja heimili. Ísland haldi uppteknum hætti að veita alræmdum gyðingahöturum hæli.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×