Ummæli Fischers verði rannsökuð 26. mars 2005 00:01 Íslenskur fornleifafræðingur í Danmörku hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Bobbys Fischers um gyðinga. Ríkislögreglustjórinn og allsherjarnefnd hafa einnig fengið erindi frá honum vegna málsins. Samkvæmt hegningarlögum varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt, opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur í Danmörku, finnst það mjög alvarlegt og mjög miður að verið sé að bjóða manni, sem vitað er að hefði jafn sterkar skoðanir og Fischer á gyðingum, íslenskt ríkisfang. Hann kveðst skilja mannúðarástæðurnar fyrir því að bjóða honum til Íslands, og að taugar séu til hans vegna einvígisins árið 1972, en ekki að það sé þolað að íslenskur ríkisborgari, eða einhver annar, fari um og dreifi svæsnu hatri á öðrum trúarhópum, kynþáttum eða öðrum hópum, án þess að því sé andmælt. Vilhjálmur hafði áður skrifað allsherjarnefnd Alþingis þegar ríkisborgararéttur Fischers var til umræðu en segir nefndina ekki hafa skráð erindi sitt né tekið það fyrir á fundum nefndarinnar. Hann hefur nú skrifað nefndinni og sagt að hann ætli að kynna málið fyrir samtökum sem fást við mannréttindi og réttindamál gyðinga. Þá hefur hann kært málsmeðferðina til forseta Alþingis og umboðsmanns Alþingis. Vilhjálmur segir þetta gefa hættulegt fordæmi, enda hafi íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að sporna gegn gyðingahatri. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Íslenskur fornleifafræðingur í Danmörku hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Bobbys Fischers um gyðinga. Ríkislögreglustjórinn og allsherjarnefnd hafa einnig fengið erindi frá honum vegna málsins. Samkvæmt hegningarlögum varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt, opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur í Danmörku, finnst það mjög alvarlegt og mjög miður að verið sé að bjóða manni, sem vitað er að hefði jafn sterkar skoðanir og Fischer á gyðingum, íslenskt ríkisfang. Hann kveðst skilja mannúðarástæðurnar fyrir því að bjóða honum til Íslands, og að taugar séu til hans vegna einvígisins árið 1972, en ekki að það sé þolað að íslenskur ríkisborgari, eða einhver annar, fari um og dreifi svæsnu hatri á öðrum trúarhópum, kynþáttum eða öðrum hópum, án þess að því sé andmælt. Vilhjálmur hafði áður skrifað allsherjarnefnd Alþingis þegar ríkisborgararéttur Fischers var til umræðu en segir nefndina ekki hafa skráð erindi sitt né tekið það fyrir á fundum nefndarinnar. Hann hefur nú skrifað nefndinni og sagt að hann ætli að kynna málið fyrir samtökum sem fást við mannréttindi og réttindamál gyðinga. Þá hefur hann kært málsmeðferðina til forseta Alþingis og umboðsmanns Alþingis. Vilhjálmur segir þetta gefa hættulegt fordæmi, enda hafi íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að sporna gegn gyðingahatri.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira