Ummæli Fischers verði rannsökuð 26. mars 2005 00:01 Íslenskur fornleifafræðingur í Danmörku hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Bobbys Fischers um gyðinga. Ríkislögreglustjórinn og allsherjarnefnd hafa einnig fengið erindi frá honum vegna málsins. Samkvæmt hegningarlögum varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt, opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur í Danmörku, finnst það mjög alvarlegt og mjög miður að verið sé að bjóða manni, sem vitað er að hefði jafn sterkar skoðanir og Fischer á gyðingum, íslenskt ríkisfang. Hann kveðst skilja mannúðarástæðurnar fyrir því að bjóða honum til Íslands, og að taugar séu til hans vegna einvígisins árið 1972, en ekki að það sé þolað að íslenskur ríkisborgari, eða einhver annar, fari um og dreifi svæsnu hatri á öðrum trúarhópum, kynþáttum eða öðrum hópum, án þess að því sé andmælt. Vilhjálmur hafði áður skrifað allsherjarnefnd Alþingis þegar ríkisborgararéttur Fischers var til umræðu en segir nefndina ekki hafa skráð erindi sitt né tekið það fyrir á fundum nefndarinnar. Hann hefur nú skrifað nefndinni og sagt að hann ætli að kynna málið fyrir samtökum sem fást við mannréttindi og réttindamál gyðinga. Þá hefur hann kært málsmeðferðina til forseta Alþingis og umboðsmanns Alþingis. Vilhjálmur segir þetta gefa hættulegt fordæmi, enda hafi íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að sporna gegn gyðingahatri. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Íslenskur fornleifafræðingur í Danmörku hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Bobbys Fischers um gyðinga. Ríkislögreglustjórinn og allsherjarnefnd hafa einnig fengið erindi frá honum vegna málsins. Samkvæmt hegningarlögum varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt, opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur í Danmörku, finnst það mjög alvarlegt og mjög miður að verið sé að bjóða manni, sem vitað er að hefði jafn sterkar skoðanir og Fischer á gyðingum, íslenskt ríkisfang. Hann kveðst skilja mannúðarástæðurnar fyrir því að bjóða honum til Íslands, og að taugar séu til hans vegna einvígisins árið 1972, en ekki að það sé þolað að íslenskur ríkisborgari, eða einhver annar, fari um og dreifi svæsnu hatri á öðrum trúarhópum, kynþáttum eða öðrum hópum, án þess að því sé andmælt. Vilhjálmur hafði áður skrifað allsherjarnefnd Alþingis þegar ríkisborgararéttur Fischers var til umræðu en segir nefndina ekki hafa skráð erindi sitt né tekið það fyrir á fundum nefndarinnar. Hann hefur nú skrifað nefndinni og sagt að hann ætli að kynna málið fyrir samtökum sem fást við mannréttindi og réttindamál gyðinga. Þá hefur hann kært málsmeðferðina til forseta Alþingis og umboðsmanns Alþingis. Vilhjálmur segir þetta gefa hættulegt fordæmi, enda hafi íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að sporna gegn gyðingahatri.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira