Innlent

Viðbúnaður vegna komu Fischers

Mikill viðbúnaður er á Reykjavíkurflugvelli vegna komu Bobbys Fischers til landsins. Sýnt verður beint frá því þegar stórmeistarinn kemur í aukfréttatíma á Stöð 2. Þá eru einnig fjölmargar erlendar stöðvar hingað komnar til að fylgjast með atburðinum og þá hafa stóru, erlendu fréttaþjónusturnar þegar keypt réttinn á þeim myndum sem íslenskar stöðvar senda út í kvöld. Ekki er alveg ljóst hvenær Fischer lendir en það er háð því hvenær farið verður í loftið í Kristianstad.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×