Fagnaðarfundir á Kastrup-flugvelli 24. mars 2005 00:01 Það voru fagnaðarfundir þegar Sæmundur Pálssson tók á móti vini sínum Bobby Fischer á Kastrup-flugvelli í dag. Fischer segist kominn til að vera á Íslandi. Það var þreytulegur Bobby Fischer sem ræddi við fréttamenn um borð í vél SAS á leið til Kaupmannahafnar í dag og það sem hann óskar sér nú var einfalt. Að menn láti hann í friði. Áður en að blaðamenn komust að honum á Kastrup-flugvelli leiddu danskir öryggisverðir hann á brott og fluttu afsíðis. Fjarri skarkalanum tóku vinir Fischers með Sæmund Pálsson fremstan í flokki á móti honum. Þar urðu fangaðarfundir. Frá Kaupmannahöfn átti að halda hingað til lands með einkaflugvél en sökum þoku á Kastrup gat vélin ekki lent þar. Því varð að selflytja Fischer og föruneyti hans til Malmö í Svíþjóð þaðan sem fljúga átti. Það var hins vegar heldur ekki hægt og því var gripið til þess ráðs að fljúga frá Kristianstad sem einnig er í Svíþjóð. Auk Sæmundar og Bobbys verða unnusta hans, Miyoko Watai, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og heimildarmyndargerðarmenn um borð í vélinni. Fischer var augsýnilega frelsinu feginn en fannst algjör óþarfi að hótel ætlaði að bjóða ókeypis uppihald. Hann sagðist geta borgað sjálfur en Sæmundur sagði að hóteleigendurnir vildu aðeins votta honum virðingu sína. Hann ætti það skilið eftir dvölina í fangelsinu. Fischer sagði við fréttamenn á Kastrup-flugvelli að sér liði mjög vel og að hann væri ánægður með að vera laus úr fangelsinu. Hann vandaði ekki japönskum stjórnvöldum kveðjuna, sagði að sér hefði verið rænt og að Japanar væru hræsnarar. Þeir vældu stöðugt yfir því að Norður-Kóreumenn hefðu rænt einhverjum Japönum fyrir 15-20 árum en þeir hefðu rænt honum og haldið honum í fangelsi. Það væri það sama. Samsæriskenningarnar voru á hreinu. Bandaríkjastjórn hamast á Fischer því að hún vill koma í veg fyrir smíði klukkunnar hans, en Fischer segir að hún hafi verið að verða tilbúin. Og hann ætlar sér að vera á Íslandi. Ekki árið um kring alltaf en mikið. Aðspurður hvort hann hefði einhver skilaboð til Íslendinga sagðist Fischer mjög þakklátur. Hann sagðist ekki hafa ætlað að trana sér fram heldur aðeins viljað losna úr fangelsi. Ef Íslendingar yrðu þreyttir á sér gætu þeir alltaf svipt hann ríkisborgararétti. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Það voru fagnaðarfundir þegar Sæmundur Pálssson tók á móti vini sínum Bobby Fischer á Kastrup-flugvelli í dag. Fischer segist kominn til að vera á Íslandi. Það var þreytulegur Bobby Fischer sem ræddi við fréttamenn um borð í vél SAS á leið til Kaupmannahafnar í dag og það sem hann óskar sér nú var einfalt. Að menn láti hann í friði. Áður en að blaðamenn komust að honum á Kastrup-flugvelli leiddu danskir öryggisverðir hann á brott og fluttu afsíðis. Fjarri skarkalanum tóku vinir Fischers með Sæmund Pálsson fremstan í flokki á móti honum. Þar urðu fangaðarfundir. Frá Kaupmannahöfn átti að halda hingað til lands með einkaflugvél en sökum þoku á Kastrup gat vélin ekki lent þar. Því varð að selflytja Fischer og föruneyti hans til Malmö í Svíþjóð þaðan sem fljúga átti. Það var hins vegar heldur ekki hægt og því var gripið til þess ráðs að fljúga frá Kristianstad sem einnig er í Svíþjóð. Auk Sæmundar og Bobbys verða unnusta hans, Miyoko Watai, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og heimildarmyndargerðarmenn um borð í vélinni. Fischer var augsýnilega frelsinu feginn en fannst algjör óþarfi að hótel ætlaði að bjóða ókeypis uppihald. Hann sagðist geta borgað sjálfur en Sæmundur sagði að hóteleigendurnir vildu aðeins votta honum virðingu sína. Hann ætti það skilið eftir dvölina í fangelsinu. Fischer sagði við fréttamenn á Kastrup-flugvelli að sér liði mjög vel og að hann væri ánægður með að vera laus úr fangelsinu. Hann vandaði ekki japönskum stjórnvöldum kveðjuna, sagði að sér hefði verið rænt og að Japanar væru hræsnarar. Þeir vældu stöðugt yfir því að Norður-Kóreumenn hefðu rænt einhverjum Japönum fyrir 15-20 árum en þeir hefðu rænt honum og haldið honum í fangelsi. Það væri það sama. Samsæriskenningarnar voru á hreinu. Bandaríkjastjórn hamast á Fischer því að hún vill koma í veg fyrir smíði klukkunnar hans, en Fischer segir að hún hafi verið að verða tilbúin. Og hann ætlar sér að vera á Íslandi. Ekki árið um kring alltaf en mikið. Aðspurður hvort hann hefði einhver skilaboð til Íslendinga sagðist Fischer mjög þakklátur. Hann sagðist ekki hafa ætlað að trana sér fram heldur aðeins viljað losna úr fangelsi. Ef Íslendingar yrðu þreyttir á sér gætu þeir alltaf svipt hann ríkisborgararétti.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira