Innlent

Fischer flýgur heim frá Malmö

Skákmeistarinn Bobby Fischer flýgur heim til Íslands frá Malmö í Svíþjóð en ekki Kaupmannahöfn eins og til stóð. Ástæðan er sögð vera þoka og gat þota sem flytja á Fischer til Íslands ekki lent í Kaupmannahöfn. Flugvél Fischers frá Japan lenti á fjórða tímanum á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn en hann fór ekki sömu leið og aðrir farþegar heldur var honum fylgt frá flugvélinni af nokkrum lögreglumönnum og öryggisvörðum á flugvellinum og upp í lögreglubíl. Hann skipti svo um bíl og er nú kominn til Malmö þaðan sem hann flýgur til Íslands. Fischer hitti fornvin sinn Sæmund Pálsson á flugvellinum í Kaupmannahöfn og féllust þeir í faðma og felldu tár við endurfundina.
MYND/AP
MYND/AP
MYND/AP
MYND/AP
MYND/AP
MYND/AP


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×