Innlent

Japanar munu íhuga lausn Fischers

Japanar munu íhuga að senda Bobby Fischer til Íslands ef þeim berst staðfesting á því að honum hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, í morgun. Hann segist ekki enn hafa fengið staðfestingu á því að Alþingi Íslendinga hafi samþykkt að veita Fischer ríkisborgararétt en sé það raunin muni útlendingaeftirlit Japans afgreiða málið samkvæmt japönskum lögum. Samkvæmt þeim komi vel til greina að Fischer fari til Íslands. Samtökin Frelsum Bobby Fischer munu fyrir hádegi halda blaðamannafund í dómsmálaráðuneyti Japana þar sem forsvarsmönnum ráðuneytisins verður afhent krafa um lausn Fischers. Fljótlega eftir hádegi verður svo haldinn blaðamannafundur þar sem staða mála verður kynnt. Í tilkynningu frá samtökunum segir að ef Fischer verði laus úr haldi þá þegar, muni hann sjálfur ávarpa fundargesti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×