Reiknar með að sækja Fischer 19. mars 2005 00:01 Sæmundur Pálsson, einkavinur Bobbys Fischers, er himinlifandi yfir þeim fregnum að Fischer verði líklega veitt íslenskt ríkisfang fyrir páska. Hann er nýkominn frá Japan en ætlar að fara þangað aftur og aðstoða vin sinn við ferðalagið heim til Íslands. Hann reiknar með að kærasta Fischers komi líka. Sæmundur á von á því að Fischer og unnusta hans Myoko Watai setjist að hér á landi. Hann segir hins vegar að fái Fischer íslenskan ríkisborgararétt þá verði honum allir vegir færir líkt og öðrum Íslendingum og þá geti hann ferðast frjáls um heiminn. Fischer sé kannski ekki alveg eins og fólk er flest, eins og gildi um alla snillinga, og menn verði að búa sig undir það að hann gæti flogið um allan heim. Aðspurður hvort menn séu farnir að velta fyrir sér hvar Fischer komi til með að búa komi hann til landsins segir Sæmundur að hann hafi aðeins rætt það við Fischer. Hann hafi fengið ágætistilboð frá góðum manni sem reki hótelíbúðir hér í borg um að Fischer gæti dvalið þar á meðan hann væri að átta sig. Hann muni þó hugsanlega byrja á sínum gamla stað, Hóteli Loftleiðum, þar sem hann hafi dvalið þegar hann tefldi um heimsmeistaratitilinn. Sæmundur vonar að Fischer geti keypt sér íbúð hér á landi ef hann hugsi sér að eiga hér samastað, en ekki sé búið að taka þá peninga af Fischer sem hann eigi. Sæmundur vonar að Fischer setjist hér að hans vegna því hann yrði frekar látinn í friði hér en víða annars staðar. Svo gæti hann ferðast um Evrópu ef hann kysi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Sæmundur Pálsson, einkavinur Bobbys Fischers, er himinlifandi yfir þeim fregnum að Fischer verði líklega veitt íslenskt ríkisfang fyrir páska. Hann er nýkominn frá Japan en ætlar að fara þangað aftur og aðstoða vin sinn við ferðalagið heim til Íslands. Hann reiknar með að kærasta Fischers komi líka. Sæmundur á von á því að Fischer og unnusta hans Myoko Watai setjist að hér á landi. Hann segir hins vegar að fái Fischer íslenskan ríkisborgararétt þá verði honum allir vegir færir líkt og öðrum Íslendingum og þá geti hann ferðast frjáls um heiminn. Fischer sé kannski ekki alveg eins og fólk er flest, eins og gildi um alla snillinga, og menn verði að búa sig undir það að hann gæti flogið um allan heim. Aðspurður hvort menn séu farnir að velta fyrir sér hvar Fischer komi til með að búa komi hann til landsins segir Sæmundur að hann hafi aðeins rætt það við Fischer. Hann hafi fengið ágætistilboð frá góðum manni sem reki hótelíbúðir hér í borg um að Fischer gæti dvalið þar á meðan hann væri að átta sig. Hann muni þó hugsanlega byrja á sínum gamla stað, Hóteli Loftleiðum, þar sem hann hafi dvalið þegar hann tefldi um heimsmeistaratitilinn. Sæmundur vonar að Fischer geti keypt sér íbúð hér á landi ef hann hugsi sér að eiga hér samastað, en ekki sé búið að taka þá peninga af Fischer sem hann eigi. Sæmundur vonar að Fischer setjist hér að hans vegna því hann yrði frekar látinn í friði hér en víða annars staðar. Svo gæti hann ferðast um Evrópu ef hann kysi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira