Innlent

Langmest kvartað vegna Landspítala

Næstflestar voru vegna þjónustu á einkastofum sérfræðinga í læknisfræði og heilsugæslustöðvar voru í þriðja sæti. Alls bárust 244 kvartanir og kærur til Landlæknisembættisins á síðasta ári. Er það nokkru meira en undanfarin ár. Árið 2003 voru þær 220 talsins og 224 árið 2002. Um mánaðamót febrúar-mars hafði embættið lokið við að afgreiða 106 kærur, en afgreiðslu var enn ólokið í 38 málum frá síðasta ári. Í 121 máli hafðist embættið ekki að. Það sendi viðkomandi ábendingar í 50 málum og beinar aðfinnslur í 26 málum. Langflestar kvartanir voru vegna ófullnægjandi eða rangrar greiningar, meðferðar eða eftirlits. Í 27 tilvikum var um samskiptavandamál að ræða.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×