Innlent

Ríkisborgararéttur fyrir Fischer?

Ríkisborgararéttur til handa Bobby Fischer er á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið. Fjórir gestir eru boðaðir á fund nefndarinnar, stuðningsmenn Fischers, þeir Einar S. Einarsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Sæmundur Pálsson og Magnús Skúlason. Ekki hefur náðst í Bjarna Benediktsson, formann nefndarinnar, en Guðrún Ögmundsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segist fagna því mjög að málið sé komið á dagskrá. Hún kveðst ekki geta túlkað þetta öðruvísi en svo að samstaða sé um að veita Fishcer ríkisborgararétt. Japanar myndu veita Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang, eftir því sem japanskur stjórnmálamaður hefur eftir yfirmanni japanska útlendingaeftirlitsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×