Fischer: Yfirvöldum verður stefnt 8. mars 2005 00:01 Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan. Masako Suzuki, lögmaður Fischers, fór í japanska dómsmálaráðuneytið í morgun og bað um fund með fulltrúum þess þar sem þess verður krafist að skákmeistaranum verði sleppt lausum úr innflytjendabúðunum þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Hún vonast eftir formlegu svari ráðuneytisins á morgun. Suzuki fékk vegabréf Fischers í hendur í gær og gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus ekki seinna en á morgun, 9. mars, á 62 ára afmælisdegi hans. Ekki er hins vegar útlit fyrir að það verði að veruleika ef marka má upplýsingar sem bárust í morgun frá japanska dómsmálaráðuneytinu. Reuters-fréttastofan hefur það eftir fulltrúa ráðuneytisins að enn sé langt í að Fischer verði leystur úr haldi. Fulltrúinn segir að þrátt fyrir íslenskt vegabréf hafi engar breytingar orðið á á aðstæðum Fischers og að skilyrði fyrir brottför hans frá Japan séu því enn ekki til staðar. John Bosnitch, helsti stuðningsmaður Fischers í Japan, segir að nú sé nóg komið. Verði Fischer ekki látinn laus fyrir föstudag, þá verði heiminum gert það ljóst að honum var rænt. Hann segir engan lagalegan grundvöll fyrir því að hafa hann í haldi og hann telur öll skilyrði til staðar til þess að sleppa honum lausum. Bosnitch segir ljóst að japönsk yfirvöld haldi Fischer í bága við lög. Verði ekki orðið við þeirri kröfu að veita honum frelsi til að fara til Íslands verður japönskum og bandarískum yfirvöldum tafarlaust stefnt. Bosnitch segir einnig að mótmæli verði skipulögð við sendiráð Japans víða um heim í þeim tilgangi að vekja viðbrögð almennings við illri meðferð á skákmeistaranum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan. Masako Suzuki, lögmaður Fischers, fór í japanska dómsmálaráðuneytið í morgun og bað um fund með fulltrúum þess þar sem þess verður krafist að skákmeistaranum verði sleppt lausum úr innflytjendabúðunum þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Hún vonast eftir formlegu svari ráðuneytisins á morgun. Suzuki fékk vegabréf Fischers í hendur í gær og gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus ekki seinna en á morgun, 9. mars, á 62 ára afmælisdegi hans. Ekki er hins vegar útlit fyrir að það verði að veruleika ef marka má upplýsingar sem bárust í morgun frá japanska dómsmálaráðuneytinu. Reuters-fréttastofan hefur það eftir fulltrúa ráðuneytisins að enn sé langt í að Fischer verði leystur úr haldi. Fulltrúinn segir að þrátt fyrir íslenskt vegabréf hafi engar breytingar orðið á á aðstæðum Fischers og að skilyrði fyrir brottför hans frá Japan séu því enn ekki til staðar. John Bosnitch, helsti stuðningsmaður Fischers í Japan, segir að nú sé nóg komið. Verði Fischer ekki látinn laus fyrir föstudag, þá verði heiminum gert það ljóst að honum var rænt. Hann segir engan lagalegan grundvöll fyrir því að hafa hann í haldi og hann telur öll skilyrði til staðar til þess að sleppa honum lausum. Bosnitch segir ljóst að japönsk yfirvöld haldi Fischer í bága við lög. Verði ekki orðið við þeirri kröfu að veita honum frelsi til að fara til Íslands verður japönskum og bandarískum yfirvöldum tafarlaust stefnt. Bosnitch segir einnig að mótmæli verði skipulögð við sendiráð Japans víða um heim í þeim tilgangi að vekja viðbrögð almennings við illri meðferð á skákmeistaranum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira