Innlent

Brennuvargur fyrir rétti

Rúmlega tvítugur maður, sem ákærður er fyrir að kveikja í bílum við fjölbýlishús í Hafnarfirði, sagðist fyrir dómi ekki hafa haft í hyggju að stofna níu sofandi íbúum fjölbýlishússins í hættu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn hellti eldfimum vökva á einn bílinn og kveikti í þannig að eldurinn blossaði upp og barst yfir í næstu bíla og læsti sig í fjölbýlishúsinu. Því er maðurinn ákærður fyrir að stofna lífi níu manna í hættu. Hann er einnig ákærður fyrir að kveikja í öðrum bíl í nálægri götu sömu nótt. Maðurinn játaði jafnframt umferðarlagabrot og vopnalagabrot en hann var tekinn af lögreglu við akstur undir áhrifum deyfandi lyfja og með hníf í bílnum.
MYND/Hafsteinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×