Innlent

Birgðir af strimlum uppi í skáp

Eins og fram kom í blaðinu í gær jókst kostnaður stofnunarinnar vegna blóðstrimla um 50 milljónir króna á tíu mánaða tímabili milli áranna 2003 og 2004. Þuríður sagði að eldri reglugerð Tryggingastofnunar hefði verið gölluð og í raun boðið upp á ofnotkun af þessu tagi. Þessi tæki væru ekki ókeypis frekar en annað. Það væru skattborgararnir sem borguðu brúsann þegar upp væri staðið. Ýmsir vankantar væru á gildandi reglugerð, þrátt fyrir þær breytingar sem gerðar hefðu verið á henni. Væri unnið að því að sníða þá af. Þuríður sagði að þeir sem greinst hefðu með sykursýki en væru á mataræðismeðferðum þyrftu ekki að mæla sig. Í breyttri reglugerð hefði TR lækkað endurgreiðslur vegna strimlanna um 15 prósent til að stemma stigu við ofnotkuninni. Það þýddi aftur á móti að sá sykursjúki væri farinn að greiða 1.100 krónum meira fyrir þriggja mánaða birgðir heldur en áður. Til viðbótar kæmi svo annar kostnaður vegna þessa flókna og erfiða sjúkdóms.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×