Innlent

Afhending vegabréfsins vandasöm

Það að Fischer hafi ekki fengið vegabréfið íslenska afhent á sér eðlilegar skýringar segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Hann segir að kannað hafi verið hvort starfsmaður íslenska sendiráðsins í Japan gæti komið vegabréfinu til Fischers en þá verið bent á að erlendir sendifulltrúar hefðu ekki leyfi til að hafa samskipti við „landlausa“ menn í þessum búðum sem skákmeistarinn er í. Kannað verður hvort hægt sé að fá undanþágu frá japanska dómsmálaráðuneytinu. Davíð segir að íslensk stjórnvöld reyni eftir fremsta megni að nálagst málið þannig að þau séu ekki að skipta sér af innanríkismálum í Japan því afar þýðingarmikið og viðkvæmt sé fyrir japönsk stjórnvöld að þau fyrrnefndu séu ekki með afskipti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×