Innlent

Heimsækir Fischer væntanlega í dag

Sæmundur Pálsson, vinur Bobbys Fischers, heimsækir Fischer væntanlega í dag þar sem hann hefur verið í haldi japanskra yfirvalda í marga mánuði. Sæmundur, sem hélt utan fyrir nokkrum dögum, mun einnig fara í íslenska sendiráðið í Tókýó en þar bíður útlendingavegabréf skákmeistarans. Sæmundur hefur ekki séð vin sinn í rúmlega þrjátíu ár og má því búast við fagnaðarfundum þegar þeir hittast. Sendinefnd stuðningsmanna Fischers á Íslandi hélt til Japans í gær, að ósk Fischers, en erindi hennar verður að þrýsta á yfirvöld í Japan um að leysa skáksnillinginn úr haldi og hleypa honum til Íslands.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×