Sendinefndin með leynivopn 1. mars 2005 00:01 Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Fischers er á leið til Japans til að þrýsta á um að hann verði leystur úr haldi. Nefndin hefur leynivopn í farteskinu sem dregið verður fram ef Fischer fæst ekki látinn laus. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, er nýlentur í Tókýó ásamt föruneyti og fær hann að heimsækja Fischer á morgun, miðvikudag, en þrjátíu og þrjú ár eru liðin frá skákeinvígi aldarinnar hér á landi þar sem þeir hittust fyrst. Munu þeir ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Sendinefndin sem fer í dag heldur utan að ósk Fischers, en erindið er að fá fund með fulltrúum í dómsmála- og utanríkisráðuneytum Japans og þrýsta á um að hann verði látinn laus. Í nefndinni eru auk Sæmundar Pálssonar þeir Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, og tveir fyrrverandi forsetar Skáksambands Íslands, þeir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og Einar S. Einarsson, fyrrverandi forstjóri VISA. Einar segir að ef málið leysist ekki og japönsk yfirvöld gefi ekki skákina verði stefnt að því að máta þau á mánudaginn. Þar á hann við að verði skákmeistarinn enn í haldi í byrjun næstu viku ætli nefndin að koma fram á alþjóðlegum fréttamannafundi í Tókýó á mánudag og gera þar meðal annars grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa áður birst opinberlega, eins og það er orðað. Einar vill ekki útskýra þetta mikið nánar en segir að auðvitað sé ekki allt birt sem málinu tengist. Stuðningsmennirnir viti að þarna séu brögð í tafli og Fischer hafi verið leiddur í gildru á flugvelli í Japan við brottför úr landinu. Hingað til hafi stuðningsmennirnir farið með löndum í þessu efni án þess að vilja styggja neinn en veigamikil rök í málinu hafi ekki komið fram sem verði teflt fram á mánudag ef það þurfi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Fischers er á leið til Japans til að þrýsta á um að hann verði leystur úr haldi. Nefndin hefur leynivopn í farteskinu sem dregið verður fram ef Fischer fæst ekki látinn laus. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, er nýlentur í Tókýó ásamt föruneyti og fær hann að heimsækja Fischer á morgun, miðvikudag, en þrjátíu og þrjú ár eru liðin frá skákeinvígi aldarinnar hér á landi þar sem þeir hittust fyrst. Munu þeir ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Sendinefndin sem fer í dag heldur utan að ósk Fischers, en erindið er að fá fund með fulltrúum í dómsmála- og utanríkisráðuneytum Japans og þrýsta á um að hann verði látinn laus. Í nefndinni eru auk Sæmundar Pálssonar þeir Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, og tveir fyrrverandi forsetar Skáksambands Íslands, þeir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og Einar S. Einarsson, fyrrverandi forstjóri VISA. Einar segir að ef málið leysist ekki og japönsk yfirvöld gefi ekki skákina verði stefnt að því að máta þau á mánudaginn. Þar á hann við að verði skákmeistarinn enn í haldi í byrjun næstu viku ætli nefndin að koma fram á alþjóðlegum fréttamannafundi í Tókýó á mánudag og gera þar meðal annars grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa áður birst opinberlega, eins og það er orðað. Einar vill ekki útskýra þetta mikið nánar en segir að auðvitað sé ekki allt birt sem málinu tengist. Stuðningsmennirnir viti að þarna séu brögð í tafli og Fischer hafi verið leiddur í gildru á flugvelli í Japan við brottför úr landinu. Hingað til hafi stuðningsmennirnir farið með löndum í þessu efni án þess að vilja styggja neinn en veigamikil rök í málinu hafi ekki komið fram sem verði teflt fram á mánudag ef það þurfi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira