Guðni vill rífa Steingrímsstöð 22. febrúar 2005 00:01 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lýsti því yfir á Alþingi í fyrradag að hann væri hlynntur því að rífa Steingrímsstöð í Sogi. Hann lýsti þessu yfir þegar verið var að ræða þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um rannsóknir á afdrifum laxa í sjó. Í Steingrímsstöð er virkjað fall Efra-Sogsins úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Áður en virkjunin var byggð á sjötta áratugnum hrygndi urriðinn í útfalli Þingvallavatns. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði ráðherrann hvort hann væri ekki hlynntur því að fjarlægja Steingrímsstöð svo endurreisa mætti urriðastofninn. "Ég er stuðningsmaður þess," sagði Guðni. "Það væri göfugt af Landsvirkjun að gefa það til málsins í stað þess að þvælast fyrir mikilvægum framtíðarmálum sem snúa að hinni miklu tómstundaiðju Íslendinga, að rækta fisk svo hægt sé að veiða hann." Guðni sagðist telja þetta mikilvægt mál og litla fórn af hálfu Landsvirkjunar eða ríkisins að huga að þeim merkilega urriðastofni sem Þingvallavatn geymir. "Mín skoðun er því alveg klár," sagði Guðni. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki viss um að það yrði urraðanum til gagns að fjarlægja stöðina. "Landsvirkjun hefur verið að vinna að því að reisa við urriðastofninn á undanförnum árum með ágætum árangri," segir Þorsteinn. "Það hefur verið gert með því að laga aðstæður við útfallið úr Þingvallavatni og hafa vatnsrennsli á efra svæðinu. Það liggur ekkert fyrir um það að það sé til bóta fyrir urriðann að fjarlægja stöðina." Þorsteinn segir að Steingrímsstöð sé 26 megavött og hún sé að skapa verðmæti fyrir tugi og örugglega hundruð milljóna króna á hverju ári. Hann hafi ekki heyrt neitt um það hvað ætti að koma staðinn ef hún yrði fjarlægð. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lýsti því yfir á Alþingi í fyrradag að hann væri hlynntur því að rífa Steingrímsstöð í Sogi. Hann lýsti þessu yfir þegar verið var að ræða þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um rannsóknir á afdrifum laxa í sjó. Í Steingrímsstöð er virkjað fall Efra-Sogsins úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Áður en virkjunin var byggð á sjötta áratugnum hrygndi urriðinn í útfalli Þingvallavatns. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði ráðherrann hvort hann væri ekki hlynntur því að fjarlægja Steingrímsstöð svo endurreisa mætti urriðastofninn. "Ég er stuðningsmaður þess," sagði Guðni. "Það væri göfugt af Landsvirkjun að gefa það til málsins í stað þess að þvælast fyrir mikilvægum framtíðarmálum sem snúa að hinni miklu tómstundaiðju Íslendinga, að rækta fisk svo hægt sé að veiða hann." Guðni sagðist telja þetta mikilvægt mál og litla fórn af hálfu Landsvirkjunar eða ríkisins að huga að þeim merkilega urriðastofni sem Þingvallavatn geymir. "Mín skoðun er því alveg klár," sagði Guðni. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki viss um að það yrði urraðanum til gagns að fjarlægja stöðina. "Landsvirkjun hefur verið að vinna að því að reisa við urriðastofninn á undanförnum árum með ágætum árangri," segir Þorsteinn. "Það hefur verið gert með því að laga aðstæður við útfallið úr Þingvallavatni og hafa vatnsrennsli á efra svæðinu. Það liggur ekkert fyrir um það að það sé til bóta fyrir urriðann að fjarlægja stöðina." Þorsteinn segir að Steingrímsstöð sé 26 megavött og hún sé að skapa verðmæti fyrir tugi og örugglega hundruð milljóna króna á hverju ári. Hann hafi ekki heyrt neitt um það hvað ætti að koma staðinn ef hún yrði fjarlægð.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira