Guðni vill rífa Steingrímsstöð 22. febrúar 2005 00:01 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lýsti því yfir á Alþingi í fyrradag að hann væri hlynntur því að rífa Steingrímsstöð í Sogi. Hann lýsti þessu yfir þegar verið var að ræða þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um rannsóknir á afdrifum laxa í sjó. Í Steingrímsstöð er virkjað fall Efra-Sogsins úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Áður en virkjunin var byggð á sjötta áratugnum hrygndi urriðinn í útfalli Þingvallavatns. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði ráðherrann hvort hann væri ekki hlynntur því að fjarlægja Steingrímsstöð svo endurreisa mætti urriðastofninn. "Ég er stuðningsmaður þess," sagði Guðni. "Það væri göfugt af Landsvirkjun að gefa það til málsins í stað þess að þvælast fyrir mikilvægum framtíðarmálum sem snúa að hinni miklu tómstundaiðju Íslendinga, að rækta fisk svo hægt sé að veiða hann." Guðni sagðist telja þetta mikilvægt mál og litla fórn af hálfu Landsvirkjunar eða ríkisins að huga að þeim merkilega urriðastofni sem Þingvallavatn geymir. "Mín skoðun er því alveg klár," sagði Guðni. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki viss um að það yrði urraðanum til gagns að fjarlægja stöðina. "Landsvirkjun hefur verið að vinna að því að reisa við urriðastofninn á undanförnum árum með ágætum árangri," segir Þorsteinn. "Það hefur verið gert með því að laga aðstæður við útfallið úr Þingvallavatni og hafa vatnsrennsli á efra svæðinu. Það liggur ekkert fyrir um það að það sé til bóta fyrir urriðann að fjarlægja stöðina." Þorsteinn segir að Steingrímsstöð sé 26 megavött og hún sé að skapa verðmæti fyrir tugi og örugglega hundruð milljóna króna á hverju ári. Hann hafi ekki heyrt neitt um það hvað ætti að koma staðinn ef hún yrði fjarlægð. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lýsti því yfir á Alþingi í fyrradag að hann væri hlynntur því að rífa Steingrímsstöð í Sogi. Hann lýsti þessu yfir þegar verið var að ræða þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um rannsóknir á afdrifum laxa í sjó. Í Steingrímsstöð er virkjað fall Efra-Sogsins úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Áður en virkjunin var byggð á sjötta áratugnum hrygndi urriðinn í útfalli Þingvallavatns. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði ráðherrann hvort hann væri ekki hlynntur því að fjarlægja Steingrímsstöð svo endurreisa mætti urriðastofninn. "Ég er stuðningsmaður þess," sagði Guðni. "Það væri göfugt af Landsvirkjun að gefa það til málsins í stað þess að þvælast fyrir mikilvægum framtíðarmálum sem snúa að hinni miklu tómstundaiðju Íslendinga, að rækta fisk svo hægt sé að veiða hann." Guðni sagðist telja þetta mikilvægt mál og litla fórn af hálfu Landsvirkjunar eða ríkisins að huga að þeim merkilega urriðastofni sem Þingvallavatn geymir. "Mín skoðun er því alveg klár," sagði Guðni. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki viss um að það yrði urraðanum til gagns að fjarlægja stöðina. "Landsvirkjun hefur verið að vinna að því að reisa við urriðastofninn á undanförnum árum með ágætum árangri," segir Þorsteinn. "Það hefur verið gert með því að laga aðstæður við útfallið úr Þingvallavatni og hafa vatnsrennsli á efra svæðinu. Það liggur ekkert fyrir um það að það sé til bóta fyrir urriðann að fjarlægja stöðina." Þorsteinn segir að Steingrímsstöð sé 26 megavött og hún sé að skapa verðmæti fyrir tugi og örugglega hundruð milljóna króna á hverju ári. Hann hafi ekki heyrt neitt um það hvað ætti að koma staðinn ef hún yrði fjarlægð.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira