Innlent

Fischer fær útlendingavegabréf

Bobby Fischer fær svokallað útlendingavegabréf hér á landi. Útlendingastofnun samþykkti þetta rétt áðan að sögn Einars S. Einarssonar í Stuðningshópi Fischers. Sendiherra Íslands í Japan mun annast afhendingu á vegabréfinu. Ekki hefur náðst í Hildi Dungal, forstjóra Útlendingastofnunar, til að staðfesta þetta. Það er einlæg von Stuðningshópsins að þar með sé skákin unnin, segir Einar, og Fischer muni öðlast frelsi sitt á ný eftir sjö mánaða vist í innflytjendabúðum í Japan og geti ferðast til Íslands innan tíðar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×